Skákţing Norđlendinga um helgina; óslitiđ mótahald í 90 ár!

 

Skákţing Norđlendinga fer fram á Akureyri um helgina.

Áriđ 1935 var fyrst efnt til Skákţings Norđlendinga á Akureyri og ţar bar Skagfirđingurinn Sveinn Ţorvaldsson sigur úr býtum og hlaut ađ launum nafnbótina „Skákmeistari Norđlendinga“. Síđan hefur veriđ teflt um ţennan titil árlega og keppni aldrei falliđ niđur í ţessi 90 ár. Á ekkert annađ skákmót á Íslandi sér jafn langa samfellda sögu.
Á ţessum tíma hafa Norđurlandsmótin veriđ haldin víđsvegar í fjórđungnum. Ţannig hefur veriđ telft á Raufarhöfn og í Grímsey, alloft á Siglufirđi og í Húnavatnssýslum svo dćmi séu tekin. Í fyrra var mótiđ haldiđ ađ Skógum í Fnjóskadal, en oftast hefur veriđ teflt á Akureyri og svo verđur einnig í ţetta sinn.

Mótiđ verđur sett í sal Brekkuskóla föstudaginn 5. september og lýkur sunnudaginn 7. september. Alls verđa tefldar 11 umferđir međ atskákarfyrirkomulagi, auk ţess sem á laugardeginum verđur teflt um norđurlandsmeistaratitilinn í hrađskák. Vegleg verđlaun eru í bođi á mótinu.

Ţátttaka á mótinu er öllum heimil, en titilinn „Skákmeistari Norđlendinga“ getur ađeins sá hlotiđ sem á lögheimili á Norđurlandi.

Búist er viđ góđri ţátttöku á mótinu, en ţegar hafa 15 keppendur skráđ sig og má ćtla ađ endanlegur keppendafjöldi verđi nálćgt 30. Upplýsingar um skráningu má minna á heimasíđu Skákfélags Akureyrar, skakfelg.blog.is.

Núverandi skákmeistari Norđlendinga er Símon Ţórhallsson.  

Ath. enn er opiđ fyrir skráningu á mótiđ. Skráningi í gula kassanum á skak.is: 
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdGfgRIJ-vrDaD-OBTdqIF9bcm-tqT5W3-bHicmp4em-CXbiw/viewform


Bloggfćrslur 2. september 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband