Skákþingið; Markús á sigurbraut

Sjötta og næstsíðasta umferð 89. Skák.ings Akureyrar var tefld í kvöld. Úrslit:
Stefán-Markús        0-1
Sigurður-Eymundur    1/2
Smári-Benedikt       1-0
Tobias-Karl          1-0
Baldur-Sigþór        0-1
Valur Darri-Björgvin 1-0

Fyrst lauk skák ungu mannanna, Vals Darro og Björgvins, enda ekkert verið að eyða óþarfa tíma í vangaveltur. Báðir áttu þó góða spretti. Björgvin (sem er yngstur keppenda á þessu móti, f. 2015), fékk gott tafl með svörtu og sem jélt langt inn í miðtafl. Þá varð vanmat hans á viðvkæmri kónsstöðu honum að falli og ValDari náði óverjandi kóngssókn. 
Sömmu síðar lék Benedikt hinn hörgdælski af sér manni gegn Benedikt úr Staðarbyggðinni og lagði hann þá niður vopn samstundis. Hér voru benediktar ekkert að tvínóna við hlutina. 
Tobias fékk snemma yfirburðastöðu gegn Karli. Fyrst vann hann peð og náði svo með snoturri færslu að véla peð af abdstæðingnum. Það skilja tæp sjötíu ár þessar kempur að í aldri og sá eldri e.t.v. farinn að þreytast, endacverið hálflasinn hálft mótið. Sá yngri lét hinsvegar kné fylgja kviði og nýtti sér liðsmuninn. Tveir stórhættulegur frelsingjar var meira en karlinn réði við.
Um svipað leyti lauk skák yngissveinanna Baldurs og Sigþórs þar sem tvö samstæð peð hins síðarnefnda reyndust hinum hvíta áss of erfið viðureignar. Með tvær drottningar gegn einni náði Sigþór að knýja fram sigur.
Stefán og Markús mættust í sannkölluðum toppslag. Þar var stigið þungt til jarðar, eins og oftast í skákum hins fyrrnefnda; en hann þurfti nauðsynlega á vinningi að halda til að eiga raunhæfa möguleika á Akureyrarmeistaratitlinum, (en hann á einn slíkan í pokahorninu frá því á sjöunda áratugnum!). Sóknartilburðir hans á kóngsvæng báru þó ekki tilætlaðan og en það gerði hinsvegar gagnsókn Markúsar á hinum vængnum og því fór sem fór.
Lengst varð skák sundkappanna Sigurðar og Eymundar. Sá síðarnefndi leitaði í smiðju Vignis Vatnars við undirbúning og fékk afbragðstafl með svörtu, vann peð og svo annað. Þá voru aðeins þungu mennirnir eftir á borðinu og flestöll peðin ennþá hérna megin. Eymundur var nú orðinn tæpur á tíma og fann ekki öruggt framhald, þannig að félagarnir þráléku og jafntefli varð því niðurstaðan. 

Akureyrarmeistarinn frá því í fyrra er því í óskastöðu fyrir lokaumferðina með vinningsforskot, fimm vinninga efstir sex skákir. Þeir Smári og Sigurður koma næstir honum og gætu náð honum ef Markúsi fatast flugið. Annars má sjá stöðuna hér á chess-results.
Í lokaumferðinni eigast þessir við:
Eymundur og Markús
Stefán og Smári
Sigurpur og Tobias
Karl og Valur Darri
Benedikt og Baldur

lokaumferðin hefst kl. 13 á sunnudaginn, 2. febrúar. 


*


Bloggfærslur 29. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband