Pörun í fjórðu umferð Skákþingsins
Þriðjudagur, 21. janúar 2025
Tvö stelpuskákmót
Þriðjudagur, 21. janúar 2025
Skák er kennd reglulega í þremur grunnskólum á Akureyri og stundum brugðið á leik og haldin skákmót.
Þann 15. janúar sl. var haldið skákmót fyrir stelpur í Lundarskóla, 4-7. bekk. Alls mættu 19 stelpur til leiks og tefldu hraðskák, fjórar umferðir. Harpa Hrafney Karlsdóttir úr 6. bekk vann allar sínar skákir og þar með mótið. Elín Stefanía Sigurðardóttir úr 4. bekk varð önnur og jafnar í þriðja sæti Unnur Birna Valdez (6.bk), Selma Rós Hjálmarsdóttir (5.bk) og Þórkatla Andradóttir (4. bk).
Þann 20. janúar var svo haldið mót fyrir stelpur í 5-7. bekk Brekkuskóla með sama fyrirkomulagi. Þar mættu 16 stelpur til leiks. Yrsa Sif Hinriksdóttir úr 7. bekk vanna allar sínar skákir og þar með mótið. Jafnar í öðru sæti urðu Sóldögg Jökla Stefánsdóttir og Ragnheiður Valgarðsdóttir.
Í framhaldinu er svo stefnt að því að halda sameiginlegt mót þar sem stelpur úr báðum þessum skólum leiða fram hesta sína (og biskupa). Það verður haldið í Skákheimilinu á skákdaginn sjálfan, 26. janúar og hefst kl. 13.