Mótaröð á fimmdudagskvöld - Skákþingið í aðsigi!
Miðvikudagur, 8. janúar 2020
Fyrsta mótið í TM-mótaröðinni 2020 verður háð fimmtudaginn 9. janúar og hefst kl. 20.
Góð æfing fyrir Skákþingið sem hefst á sunnudag. Þegar eru níu skráðir:
Andri Freyr Björgvinsson
Robert H Thorarensen
Stefán G Jónsson
Gunnar Logi Guðrúnarson
Ólafur Jens Sigurðsson
Markús Orri Óskarsson
Eymundur Eymundsson
Karl Egill Steingrímsson
Uppskeruhátíð á laugardaginn!
Miðvikudagur, 8. janúar 2020
Uppskeruhátíð fyrir haustmisseri verður nk. laugardag kl 13.00. Þar verða m.a. afhentar viðurkenningar og verðlaun, ekki síst fyrir Haustmót SA, þar sem fjölmargir unnu til verðlauna í ýmsum aldursflokkum (10 ára og yngri, 11-12 ára o.frv.) Boðið verður upp á pizzu frá Sprettur-Inn og fleira góðgæti.
Að venju höldum við barnamót í aðdraganda uppskeruhátíðarinnar. Það hefst kl 11 og svo pizzuveisla og afhendin verðlauna í beinu framhaldi. Vonandi koma sem flestir!