Glćsilegu Landsmóti í skólaskák lokiđ - Markús Orri vann elsta flokkinn.
Mánudagur, 6. maí 2024
Landsmótiđ í skólaskák var háđ hér á Akureyri um helgina. Teflt var í Brekkuskóla. Keppt var í ţremur aldursflokkum, tólf keppendur í hverjum flokki sem unniđ höfđu sér rétt til ţátttöku á svćđismótum sem haldin hafa veriđ víđsvegar um land ađ undanförnu.
Á yngsta stigi (1-4. bekkur) kom sigurvegarinn frá Ísafirđi, Karma Halldórsson. Annar varđ Haukur Víđis Leósson úr Hlíđaskóla í Reykjavík og ţriđji Pétur Úlfar Ernisson úr Langholtsskóla.
Á miđstigi (5-7. bekkur) bar Birkir Hallmundarson sigur úr býtum, en annar varđ Sigurđur Páll Guđnýjarson. Ţeir koma báđir úr Lindaskóla í Kópavogi. Ţriđji varđ Jósef Ómarsson úr Landakotsskóla, en bestum árangri landsbyggđarkeppenda náđi Sigţór Árni Sigurgeirsson úr Oddeyrarskóla, sem varđ fjórđi.
Á elsta stigi var keppnin um sigurinn mjög hörđ og urđu ţeir Markús Orri Óskarsson úr Síđuskóla og Mikael Bjarki Heiđarsson úr Vatnsendaskóla í Kópavogi efstir og jafnir. Markús Orri Jóhannsson úr Háteigsskóla varđ ţriđji og Húsvíkingurinn Kristján Ingi Smárason fjórđi.
Tveir efstu menn ţurftu ţví ađ tefla einvígi um meistaratitilinn ţar hafđi betur međ sigri í lokaskákinni og fékk 2,5 vinninga gegn 1,5. Markús Orri kórónađi ţar međ frábćran árangur sinn á undanförnum mánuđum og er greinilega kominn í hóp sterkustu skákmanna landsins í sínum aldursflokki. Akureyringar hafa reyndar oft náđ góđum árangri í skólaskákinni og oft boriđ sigur úr býtum, ţótt líklega séu liđin ein tíu ár síđan ţađ gerđist síđast.
Myndin er er tekin af Anastasiu Leonovu Kramarenko međan á úrslitaeinvíginu í elsta flokki stóđ.
Öll úrslit og lokastöđuna í einstökum flokkum er ađ finna á chess-results.
Einnig umfjöllun og myndir á skak.is og fb-síđu Skákfélagsins.