Skákþing Akureyrar hefst sunnudaginn 12. janúar
Þriðjudagur, 31. desember 2024
Áætlað er að tefla sjö umferðir eftir svissnesku kerfi, með fyrirvara um lítilsháttar breytingar þegar fjöldi keppenda liggur fyrir.
Gert er ráð fyrir eftirfarandi keppnisdögum:
12. jan
15. jan
19. jan
22. jan
25. jan
29. jan
2. feb
Mótið verður nánar auglýst á næstu dögum, ásamt mótaáætlun á vormisseri.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverfakeppnin: jafnt á öllum vígstöðvum!
Mánudagur, 30. desember 2024
Hin árlega hverfakeppni SA var háð í gær, 29. desember. Lengi vel var mönnum skipað í sveitir eftir búsetu í bænum, en nú þykir það ekki henta lengur, hvað sem síðar verður. Í þetta sinn völdu höfðingarnir Rúnar Sigurpálsson og Símon Þórhallsson sér liðsmenn úr hópi viðstaddra. Úr urðu tvær firnasterkar fimm manna sveitir, reyndar kom sjötti maðurinn til liðs við aðra sveitina sem varamaður.
Skáksveitanafnanefnd Norðurlands valdi sveitunum nöfn og stýrði Rúnar Fáfnisbönum en Símon Miðgarðsormum. Tefld var bændaglíma, tvöföld umferð. Er skemmst frá því að segja að keppnin var hörð og jöfn. Banarnir höfðu náð góðri fyrstu eftir fyrri hlutann; 14,5-10,5 en í upphafi seinni hlutans sneru Ormarnir taflinu við og náðu naumri forystu. Með ofurmannlegu átaki í lokaumferðunum tókst Bönunum hinsvegar að jafna metin og lokaniðurstaðan varð 25-25. Ekki voru reiknuð borðastig vegna ákafrar andstöðu Bananna og þetta því látið gott heita.
Bestum árangri náði Símon Miðgarðsormur með 8,5/10 en Rúnar Fáfnisbani fékk 7,5 og sömu vinningatölu náði reyndar Áskell Ormur Kárason líka.
Nú verður gert örstutt hlé á taflmennskunni yfir áramótin, en hið margumtalaða Nýjársmót félagsins fer fram á fyrsta degi ársins og byrjar kl. 14.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jón Kristinn jólasveinn SA
Laugardagur, 28. desember 2024
Jólahraðskákmótið var í þetta sinn háð á Lyst í Lystigarðinum, því magnaða sælu- og samkomuhúsi. Þátttaka var með besta móti; bæði mættu félagar sem annars tefla meira sunnan heiða, svo og nokkrir heimamenn sem ekki hafa sést á mótum um einhverja hríð. Úr varð hið skemmtilegasta mót og sterkasta hraðskákmót sem hér hefur verið haldið im langa hríð, keppendur 20 talsins. Einn þessara kappa, FM Jón Kristinn Þorgeirsson (a.k.a. Jokko hinn ógurlegi), mætti vel vígbúinn til leiks og lagði alla andstæðinga sína að velli, níu að tölu. Aðrir komu nokkuð langt á eftir honum, FM R. Sigurpálsson varð annar og í þriðja sæti rétt á hæla honum, CM H.B. Halldórsson og FM S.Þórhallsson.
Lokastöðuna og úrslit einstakra skáka má finna á chess-results.
Næst er það svo hin sívinsæla Hverfakeppni, haldin á morgun 29. des. kl. 13.00.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðustu mót
Sunnudagur, 15. desember 2024
Boðsmótið; Markús Orri með fullt hús eftir fjórar umferðir
Miðvikudagur, 4. desember 2024