Atskákmótiđ; Markús Orri Akureyrarmeistari.

Atskákmóti Akureyrar lauk í dag. Ţátttaka var nokkuđ góđ; alls mćttu 15 keppendur til leiks. Alls voru tefldar sjö umferđir eftir svissnesku kerfi; fjórar sl. miđvikudag og ţrjár í dag, sunnudag. 
Makrús og Áskell voru efstir eftir fyrri daginn međ 3,5 vinninga eftir ađ hafa gert jafntefli í innbyrđis skák. Markús tók svo forystuna í fimmtu umferđ ţegar Áskell lék sig í mát gegn Smára. Í sjöttu umferđ voru heilladísirnar međ Markúsi ţegar Tobias gat mátađ hann í tveimur leikjum, en sást fyrir ţađ og tapađi. 
Lokastöđuna má finna á chess-results, en verđlaunahafar voru ţessir: 
1. Markús Orri Óskarsson   6,5   Akureyrarmeistari
2. Smári Ólafsson          6
3. Áskell Örn Kárason      5,5
4. Tobias Matharel         4     sigurvegari í unglingaflokki
11. Viacheslav Kramarenko  3     sigurvegari í barnaflokki


Bođsmótiđ hefst 27. nóv

Bođsmótiđ, sem haldiđ var í fyrsta sinn í fyrra, er međ nokkuđ óvenjulegu sniđi og verđur reynt ađ lýsa ţví hér. 

Megintilgangurinn međ ţessu móti er ađ gefa stigalágum eđa stigalausum (sem flestir eru í hópi yngri iđkenda), tćkifćri til ađ tefla kappskákir sem reiknast til stiga. Til ţess ţurfum viđ m.a. liđsinni iđkenda af eldri kynslóđinni og er ţeim öllum bođiđ til ţátttöku. 

Keppnisfyrirkomulag verđur sveigjanlegt. Ţátttakendur geta valiđ ađ tefla eina skák, allar sjö skákirnar, eđa eitthvađ ţar á milli. Ţannig gefur ţetta mót ţeim skákmönnum sem ekki vilja binda sig til ţátttöku í öllum sjö umferđunum og kannski tefla eina eđa ţvćr skákir, tćkifćri til ađ dusta rykiđ af skáksellunum. Hinir, sem eru ákafari og metnađarfyllri, geta svo reynt ađ safna sem flestum vinningum í eins mörgum skákum og mögulegt er.
Ţeir sem mćta til leiks í hvert sinn verđa parađir saman; eina reglan sem gildir er ađ menn tefla aldrei tvisvar viđ sama andstćđing.  

Mótiđ hefst miđvikudaginn 27. nóvember kl. 18.00 og ţá er gott ađ sjá sem flesta og verđur reynt ađ skipuleggja framhaldiđ sem best í samráđi viđ keppendahópinn. Ađrir keppnisdagar:
Fimmtudagur 28. nóvember kl. 14:30 (reynt verđur ađ koma á móts viđ ţá sem vilja mćta síđar ţennan dag).
Laugardagur 30. nóvember kl. 13:00
Miđvikudagur 4. desember kl. 18:00
Laugardagur 7. desember kl. 13:00
Sunnudagur 8. desember kl. 13:00
Miđvikudagur 11. desember kl. 18:00

Umhugsunartími verđur 60 mínútur, auk 30 sekúndna viđbótartíma viđ hvern leik.
Mótiđ reiknast til alţjóđlegra kappskákstiga. 

Áhugasamir eru hvattir til ađ mćta til leiks fyrsta keppnisdaginn og/eđa hafa samband viđ Áskel skákstjóra í síma 897-8055 eđa í netfangiđ askell@simnet.is.

Engin ţátttökugjöld verđa innheimt fyrir ţetta mót. 

 


Góđ mćting á 10 mín. mót.

Tólf keppendur mćttu á 10 mín mót sem haldi var í gćr. Keppendur voru á ýmsum aldri, frá 9 ára til áttrćđs. Gaman var ađ sjá heiđursfélaga og fyrrverandi formann Ţór Valtýsson mćta til leiks.  Annars var best mćting hjá yngri iđkendum og mun rúmur helmingur keppenda hafa veriđ á grunnskólaaldri. 

Ţađ var ţó fyrrverandi grunnskólanemi sem sigrađi, fékk 5 5 vinninga í sex skákum. Ţetta var skákstjórinn sjálfur, en Anna varđ Akureyrarmeistarinn Markús Orri og áđurnefndur heiđursfélagi ţriđji. 

Meira verđu ekki sagt ađ sinni, en nćsta mót verđur á miđvikudaginn.


Atskákmót Akureyrar hefst í vikunni

Atskákmótiđ er eitt af lögbundnum mótum Skákfélagsins og hefur löngum veriđ nokkuđ vinsćlt. Mótiđ verđur teflt í tveimur lotum, alls sjö umferđir. Umhugsunartími 15-5. Miđvikudaginn 20. nóvember kl. 18.00 1-4. umferđ. Sunnudaginn 24. nóvember kl. 13.00...

Úrslit tveggja nýlegra móta

Í vikunni voru haldin tvö hrađskákmót. 10 keppendur mćttu til leiks í hvoru móti og gaman ađ sjá hve ungu iđkendurnir eru duglegir ađ mćta á mót; enda fer ţeim flestum óđfluga fram. Í fyrra mótinu voru tefldar sex umferđir eftir svissnesku kerfi, en í...

Mótaáćtlun til áramóta

...

Íslandsmót ungmenna; prýđisárangur okkar iđkenda.

Íslandsmót ungmenna var haldiđ í Miđgarđi Garđabć nú sl. helgi. Teflt var um meistaratitla stráka og stelpna í fimm aldursflokkum, u8, u10, u12, u14 og u16. Metţátttaka var héđan ađ norđan, teflt í öllum flokkum nema ţeim yngsta. Árangur okkar fólks var...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband