Sumarskák á morgun

is_og_sol_1241492.jpgTil ađ forđast ofhitnun og sólbráđ er öllum sem kunna mannganginn bođin ađstođ á hjálparstöđ Skákfélagsins í Íţróttahöllinni á morgun kl. 20. Gengiđ inn ađ vestan. Ţeir sem halda međvitund fá ađ taka ţátt í júlískákmóti félagsins. Ísvatn í bođi. 

Úrslit í skógarskákmótinu

mai-juni_sitkaelriblom_009.jpg

Í dag fór fram Skógarskákmót Skákfélags Akureyrar og Skógrćktarfélags Eyfirđinga. Mótiđ var haldiđ í tengslum viđ Skógardaginn sem haldinn var hátíđlegur í Kjarnaskógi. 10 skákmenn mćttu í súldinni og háđu harđa og drengilega baráttu.

Efstur ađkomumanna varđ Arnaldur Loftsson međ 5,5 vinninga. Hlaut hann ađ launum ókeypis ferđ í stóru rennibrautina í Kjarnaskógi.

Flesta vinninga í mótinu hlutu Jón Kristinn Ţorgeirsson og afmćlisbarniđ Áskell Örn Kárason. Ţeir unnu allar sínar skákir nema innbyrđis viđureignina sem lauk međ jafntefli. Hlutu ţeir ađ launum ókeypis ferđ innanbćjar međ strćtó á Akureyri. Ţađ kom mjög á óvart ađ ţessi góđi árangur dugđi ţeim ekki til sigurs í mótinu. Lýstur sigurvegari varđ skógarvörđurinn á Vöglum, sjálfur Rúnar Ísleifsson. Ađ vísu fékk hann eitthvađ fćrri vinninga en sumir ađrir en hann var sá eini af keppendunum sem hefur lífsviđurvćri sitt af skógrćkt. Ţví var hann útnefndur sigurvegari. Ađ launum hlaut hann ferđavinning ađ eigin vali og eigin kostnađ. Verđlaunin nýtti hann samdćgurs til ađ koma sér heim í Vaglaskóg.

Hér međ er öllum keppendum ţökkuđ ţátttakan.


Skógarskák

Laugardaginn 5. júlí verđur Skógardagur Norđurlands haldinn hátíđlegur í Kjarnaskógi. Ţar sem okkur skákmönnum er ekkert óviđkomandi ćtlum viđ ađ taka ţátt og blása til skákmóts á stađnum. Ţađ hefst kl. 13. Allir velkomnir.


Sumarskák

Enn eru sólarţreyttir og fótboltafráhverfir minntir á opiđ hús nú á fimmtudaginn. Sumarhrađskákmót á dagskránni. Verđlaun: tveggja tíma forsćla og ókeypis horf á Akureyrarmótiđ í krullu 2015. Viđ hefjum tafliđ kl. 20.

Sumarnámskeiđ fellt niđur

Vegna drćmrar ţátttöku verđur sumarnámskeiđ Skákfélags Akureyrar fellt niđur.

Sumardagskrá, námskeiđ og mót!

Í vćndum er námskeiđ fyrir 7-12 ára börn á nćstu viku - nánari auglýsing kemur hér innan skamms. Ţá verđur opiđ hús nk. fimmtudag 26. júní í Skákheimilinu og örugglega haldiđ hrađskákmót. Ţađ mun koma sér sérstaklega vel fyrir ţá sem eru orđini uppgefnir...

Uppskeruhátíđ og allt!

Í dag lauk formlega vetrarstarfi skákfélagsins međ veglegri uppskeruhátíđ. Fyrst var efnt til VORMÓTS fyrir yngri kynslóđina. Ţar voru keppendur 12 talsins, tefldar sjö umferđir: 1. Jón Kristinn Ţorgeirsson 7 2. Símon Ţórhallsson 6 3. Andri Freyr...

Vormót og UUUUPPskeruhátíđ (međ pizzu)

Nú er komiđ ađ vertíđarlokum hjá okkur skákmönnum (en skáklífiđ heldur samt áfram). Viđ höldum upp á ţessi tímamót međ vormóti fyrir ţađ unga fólk sem hefur stundađ ćfingar í vetur - nýir og áhugasamir eru líka velkomnir. Mótiđ hefst kl. 11 á sunnudag....

Coca-cola mótiđ á morgun, fimmtudag

Nú er vorilmur í lofti og vetrardagskrá Skákfélagsins á síđustu metrunum. Ađ lokini velheppnađri frimakeppni er nú komiđ ađ hefđbundnu vormóti, sem kennt er viđ hinn mikla höfđingja Cola frá Coke. Ţessi mót hafa jafnan veriđ vel skipuđ og skemmtileg....

Kćlismiđjan Frost vann firmakeppnina!

Úrslitin í firmakeppni félagsins fóru fram sl. fimmtudag. Vel var mćtt á úrslitakvöldiđ og áttu 15 fyrirtćki fulltrúa í ţessari lokahrinu. M.a. voru ekki fćrri en fimm formenn mćttir til leiks, fjórir fyrrverandi ásamt núverandi formanni. Formenn...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband