Jón Kristinn náđi Símoni!

20140504_172042Eins og ráđ var fyrir gert áttust viđ nú í nćstsíđustu umferđ haustmótsins ungmennin Jokko og Símon. Dugđi ţeim síđarnefnda jafntefli til ađ fara langleiđina ađ sigri á mótinu. Sá fyrrnefndi ţurfti hinsvegar nauđsynleg á sigri ađ halda. Og ađ sjálfsögđu fengum viđ alveg klassíska úrslitaskák. Jón hafđi hvítt og blés snemma til sóknar, en Símon fór međ löndum.  Kannski fór hann of varlega, ţví ţegar andstćđingurinn gat fórnađ tveimur mönnum fyrir hrók og sóknarsénsa var Simonovic kominn međ bakiđ uup ađ vegg. Endatafl međ ţremur léttum gegn hrók og biskupi reyndist honum erfitt, enda var hann tveimur peđum undir og ţurfti ađ glíma viđ andstyggilegt frípeđá b-línunni. Jón reyndist hafa tćknina á hreinu og ţjarmađi smátt og smátt ađ svörtum, sem gafst upp í 57. leik.  Mjög góđ skák - eiginlega hjá báđum.

Af öđrum skákum er ţađ ađ segja ađ Sigurđur A náđi međ nokkrum naumindum jafntefli gegn Kristjani hinum sćnska og Andri Freyr vann Karl - en sú skák var reyndar tefld ţegar á fimmtudagskvöld.   Ađ ţessu sögđu má sjá ađ ţeir kumpánar Jón og Símon eru nú efstir međ 5,5 vinninga í sjö skákum og hafa lokiđ sínum. Magister Sigurđur A hefur 4,5 vinninga og getur náđ piltunum međ sigri í síđustu skákinni, sem hann mun heyja viđ nafna sinn E á morgun. Ţá lýkur mótinu međ ţremur skákum; auk ţeirra nafna mun Kristjan tefla viđ Andra og Karl viđ Harald.  


Óbreytt forysta á haustmótinu

20140504_172042Sjöunda umferđ var tefld í gćr, föstudag. Símon heldur áfram forystunni eftir sigur á Haraldi í stórbrotinni baráttuskák, ţar sem sókn og gagnsókn vógust á. haustmot_2013_003_1219260.jpgSigurđur Arnarson lćtur ţó ekki deigan síga í toppbaráttunni og lagđi Karl ađ velli. Sá síđarnefndi mátti gefa skiptamun í miđtaflinu og reyndist ţađ honum um megn. Ţá áttust viđ ţeir Kristjan Hallberg og Sigurđur Eiríksson og var sú skák nokkuđ snubbótt. Kristjan víxlađi leikjum strax í upphafi skákar og missti ţá mann. Viđ ţađ gaf hann skákina. Ţeir Andri og Jón Kristinn sátu yfir í ţessari umferđ.  

Mótstöflu og öll úrslit má finna á Chess-results, en stađa efstu manna er nú ţessi ađ tveimur umferđum óloknum (fjöldi skáka í sviga):

Símon            5,5(6)

Jón Kristinn    4,5(6)

Sigurđur A      4(5)

Sigurđur E      3,5(6)

Ljóst er ađ baráttan um meistaratitilinn stendur milli ţriggja efstu manna og varđar mestu í ţeirri baráttu skák ungu mannanna í 8. umferđ, sem hefst nú í dag kl. 13. Jón getur ţá náđ Símoni međ sigri, en Símon heldur efsta sćtinu međ jafntefli og tryggir sér meistartitilinn međ sigri. Sigurđur lćrifađir ţeirra bíđur svo fćris og gćti skotist í efsta sćtiđ ef úrslit verđa honum hagstćđ.


Jón Kristinn og Tómas unnu ţriđju lotu

Fámmt var á ţriđju lotu mótarađarinnar á fimmtudagskvöldiđ, enda margir skákmenn uppteknir viđ önnur verkefni. Ţegar ţeir uppteknu höfđu veriđ síađir frá stóđu fimm kappar eftir og tefldu ţeir tvöfalda umferđ, alls 8 skákir. Niđurstađan var ţessi:

1-2. Jón Kristinn og Tómas Veigar      6

3-4. Haraldur og Haki                        4

5. Kristjan                                        0

Ađ venju hefur Jón Kristinn tekiđ nokkuđ örugga forystu í syrpunni. Nóg er ţó eftir, en mótin verđa alls átta talsins.


Mótaröđ 3

Enn er teflt í mótaröđinni. Ţriđja lota fer fram fimmtudaginn 9. október ár 2015. Teflt verđur í Skákheimilinu. Öll velkomin, sérstaklega ef ţau kunna mannganginn! Byrjum kl. 20.00.

Stađa efstu manna óbeytt

Ţrjár skákir voru tefldar í sjöttu umferđ Arionbankamótsins í dag. Karl Egill beitti fáséđu afbrigđi franskrar varnar gegn Sigurđi Eiríkssyni og lenti snemma í ţrengingum. Slíkt getur endađ illa og svo fór einnig nú - Sigurđur fékk liđuga kóngssókn sem...

Arionbankamótiđ:

Símon vann uppgjör efstu manna! Símon Ţórhallsson heldur áfram sigurgöngu sinni á mótinu. Nú vann hann öruggan sigur á meistara síđasta árs, Sigurđi Arnarsyni, í 5. umferđ mótsins sem lauk í dag. Ţá vann Jón Kristinn sigur á Andra Frey og loks vann Karl...

Símon efstur međ fullt hús!

Nú er í gangi Haustmót SA, Aríonbankamótiđ. 9 keppendur eru skráđir til leiks og tefla allir viđ alla. Fyrstu fjórar umferđirnar eru međ atskáksfyrirkomulagi og síđan verđa fimm umferđir af kappskák. Í kvöld lauk fjórđu og síđustu atskáksumferđinni og er...

Arionbankamótiđ byrjar á fimmtudaginn

Haustmót Skákfélags Akureyrar - hiđ árlega meistaramót félagsins hefst í nćstu viku. Mótiđ er ađ ţessu sinni haldiđ í samvinnu viđ Arion banka og ber ţví nafniđ Arionbankamótiđ Dagskrá: Fimmtudagur 25. september kl. 20.30 1-2. umferđ Föstudagur 25....

Opiđ hús á sunnudag

Kl. 13 á sunnudaginn verđur opiđ hús í Skákheimilinu: Ţeir sem munu tefla fyrir félagiđ á Íslandsmóti skákfélaga 3-5. október eru sérstaklega hvattir til ađ mćta. Viđ gefum okkur smátíma til ađ fara yfir ferđatilhögun, gistingu og uppröđun sveita á...

Frá ađalfundi - Gylfi kjörinn heiđursfélagi

Stuttlega hefur veriđ greint frá ađalfundi félagsins hér á síđunni, en ýmislegt er eftir. Ţegar hefđbundnum ađalfundarstörfum var lokiđ, kvaddi formađur félagsins sér hljóđs og bar undir fundinn ţá tillögu ađ Gylfi Ţórhallsson, fyrrum formađur félagsins...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband