Óvćnt úrslit í mótaröđinni

hundskak_1250854.pngÖllum á óvörum tókst Jóni Kristni Ţorgeirssyni ađ bera sigur úr býtum á sjöundu lotu mótarađarinnar sem háđ var sl. fimmtudagskvöld. Eins og kunnugt er hefur Jón ţessi ekki unniđ eitt einasta skákmót undanfarin misseri. Í ţetta sinn voru 11 keppendur mćttir og lokin urđu ţessi:

Jón Kristinn Ţorgeirsson       9 af 10

Áskell Örn Kárason             8

Símon Ţórhallsson og

Smári Ólafsson                 7,5

Sveinbjörn Sigurđsson og

Tómas V Sigurđarson            5

Sigurđur Eiríksson             4,5

Haki Jóhannesson               3,5

Haraldur Haraldsson            2,5

Karl Steingrímsson             1,5

Kristinn P. Magnússon          1

Nú er ađeins eftir ein lota í mótaröđinni og línur farnar ađ skýrast. Meira um ţađ seinna.


Nćst á dagskrá

Margt er á döfinni í Skákheimilinu á nćstunni, eđa:

fimmtudag 4. desmber kl. 20.00     Mótaröđin, sjöunda lota

laugardag 6. desember kl. 13.00    Norđurlandsmót kvenna (suđursalur)

laugardag 6. desember kl. 13.15    Desembermót 7-12 ára (norđursalur)

sunnudag 7. desember kl. 13.00     15 mínútna mótbenda


Norđurlandsmót kvenna

Hjörleifur Halldórkonuskáksson, áhaldavörđur Skákfélagsins og altmuligmand hefur af mikilli eljusemi stađiđ fyrir kapptefli kvenna um Norđurlandsmeistaratitilinn undanfarin ár. Í fyrra mćttu 10 konur til leiks og tefldu skemmtilegt og fjörugt mót. Nú er komiđ ađ móti fyrir 2014 og hljóđar auglýsingin sem hér segir:

 

Norđurlandsmót kvenna í skák 2014

fer fram í Íţróttahöllinni á Akureyri (Skákheimilinu - gengiđ in ađ vestan) laugardaginn 6. desember og hefst kl. 13.00.

Fjöldi umferđa og tímamörk fer eftir fjölda ţátttakenda. Skráning á stađnum.

Núverandi skákmeistari Norđlendinga í kvennaflokki er Ólafía Kristín Guđmundsdóttir.

Skákstjóri er Hjörleifur Halldórsson og má ná sambandi viđ han í síma 696-4512.


Skylduleikjamót

Enn er teflt í Skákheimilinu eins og títt er á fimmtudagskvöldum. Í ţetta sinn verđur langţráđ skylduleikjamót á bođstólum. Haraldur Haraldsson, vert og stýrimađur međ meiru - Akureyrarmeistari 2012 mun velja upphafsstöđurnar í ţeim sjö umferđum sem...

Gamli aldursflokkurinn vann!

Aldursflokkamót var háđ í gćr, sunnudag og áttust ţá viđ ungir og gamlir. Liđ ellibelgja skipuđu ţeir Áskell, Kristjan Hallberg, Hjörleifur, Haraldur og Sigurđar tveir, Eiríksson og Arnarson. Ađ međaltali hafa ţessir tórt í 62 ár. Ungliđahreyfingin var...

Enn sigrar Jokkó í Mótaröđinni

Síđastliđinn fimmtudagskvöld fór fram 5. lota Mótarađarinnar. 11 keppendur mćttu til leiks. Jón Kristinn var í stuđi og sigrađi örugglega en jafnir í nćstu sćtum voru ţeir feđgar Ólafur Kristjánsson og Smári Ólafsson. Úrslit urđu sem hér segir: Jón 9,5...

Strandbergsmótiđ

Í dag lauk Strandbergsmótinu, Íslandsmót eldri skákmanna. Keppt var í 2 flokkum og áttum viđ SA menn keppendur í báđum flokkum og stóđu ţeir sig allir vel. Í flokk 50 ára og eldri voru 9 keppendur og áttum viđ ţar einn fulltrúa. Sigurvegari mótsins varđ...

Rífandi gangur!

Ţađ er nóg ađ gera hjá Skákfélagsmönnum nú um helgina. Ţesa dagana er Héđinn Steingrímsson stórmeistari međ unglina úr framhaldsflokki í ţjálfun. 10-12 ára fá aukaćfingu og á morgun höldum viđ aldusflokkamót - ungir og gamlir leiđa saman hesta sína. Á...

Mótaröđin

Á morgun, fimmtudaginn 20. nóvember fer fram enn en lotan í Mótaröđ SA. Búist er viđ góđri ţátttöku enda margir sem vilja spreyta sig gegn ungu meisturunum Jóni Kristni og Símoni sem hafa stađiđ sig óhemju vel í hinum ýmsu mótum ađ undanförnu....

Haustmót yngri flokka

Jón Kristinn vann mótiđ međ fullu húsi vinninga Hann er jafnframt skákmeistari SA í flokki 14-15 ára. Gunnar Breki Gíslason er skákmeistari SA í flokki 11-13 ára Gabríel Freyr Björnsson er skákmeistari SA í barnaflokki. Ýmis forföll ollu ţví ađ mótiđ var...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband