Jokko sigurvegari

Í kvöld lauk úrslitakeppni haustmóts SA. Baráttan um meistaratitilinn stóð einkum á milli fráfarandi meistara Jón Kristins og nýkrýnds Norðurlandsmeistara Sigurðar Arnarsonar. Sigurður náði snemma að snúa Hrein andstæðing sinn niður og var þá kominn hálfum vinningi framar Jóni. Sá glímdi við S. nokkurn Eríksson og var það hörð rimma. Jón stóð betur um tíma en lenti í hremmingum og var þá engin leið að sjá hvorum vegnaði betur. Honum tókst þó með klókindum að ná undirtökunum í endatafli og sigla freigátu sinni í höfn um leið og óstöðvandi leki kom að fleyi Sigurðar. Þar með var titillinn aftur kominn í hendur meistarans frá því í fyrra.  Er þá ógetið úrslita í skák Andra Freys og Elsu en þar varð niðurstaðan jafntefli.

Í B-úrslitum má segja að allt hafi farið eftir bókinni góðu.  Fóstbræður Karl og Haki voru reyndar báðir hart leiknir um hríð (einkum þó sá fyrrnefndi)en reynslan kom þeim að góðum notum á örlagastundu og náðu báðir að landa sigri. Í baráttunni um bronsið reyndust heimastúderingar Arnars vega þyngra en eldhúsrannsóknir Fannars og því hafði sá fyrrnefndi sigur. Annars má sjá öll úrslit á chess-results:

A-úrslit

B-úrslit 


Skákir úr 4. umferð

Skákir úr 4. umferð Haustmótsins hafa verið slegnar inn og koma þær hér ásamt skákum úr hinum umferðunum. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Jón Kristinn og fóstbræður

Nokkrar frestaðar skákir voru tefldar á haustmóti SA í kvöld og lauk þá fjórðu og næstsíðustu umferð úrslitakeppninnar. Leikar í 4. umferð fóru þannig:

Jón Kristinn-Hreinn      1-0

Elsa María-SigurðurE     1-0

SigurðurA-Andri          1-0

Fannar-Karl              0-1

Haki-Arnar               1-0

Hilmir-Gabríel           0-1

Keppendur standa þétt saman fyrir lokaumferðina í A-úrslitum. Fráfarandi meistari getur þó haldið í titilinn með sigrí í sinni skák, því hann er einn efstur með 3 vinninga. Næstur kemur Sigurður Arnarson með 2,5;  Andri hefur 2 og aðrir keppendur 1,5. 

Í B-úrslitum er útlit fyrir æsispennandi lokasprett því það hafa þeir fóstbræður Karl og Haki 3,5 vinning og hafa stungið yngri mennina af. Þeir Arnar og Fannar hafa 2 vinninga, Gabríel 1 og Hilmir er enn án vinninga. 

Fimmta og síðasta umferð verður tefld fimmtudaginn 13. október kl. 18 og leiða þá þessi(r) saman gæðinga sína:

SigurðurE og Jón Kristinn

Hreinn og Sigurður A

Andri og Elsa María

Karl og Hilmir

Arnar og Fannar

Gabríel og Haki

Áhorfendur eru velkomnir - frítt inn í boði Norðurljósasetursins á Kárhóli. 

Sjá nánar á Chess-results

A-úrslit

B-úrslit


Mótaröð og fótbolti

Vegna landsleiks í fótbolta hefst Mótaröðin ekki fyrr en að leik loknum í kvöld eða upp úr kl. 20.30.

Á döfinni....

Mótaröðin heldur áfram á fimmtudagskvöldið, hraðskákir að venju og hefst kl. 20. Svo heldur haustmótið áfram á sunnudag og byrjar umferðin kl. 13. Sjá frekar í mótaáætlun.

Skákir 3. umferðar Haustmótsins

Hér koma skákir úr fyrstu 3 umferðum Haustmótsins.

Hart barist á haustmótinu.

Úrslit 3. umferðar: Jón Kristinn-Sigurður A 1-0 Sigurður E-Andri Freyr 1-0 Hreinn-Elsa María 1/2 Karl-Haki 1/2 Fannar-Hilmir 1-0 Arnar-Gabríel, frestað til miðvikudags. Í A-úrslitum eru Jón Kristinn og Andri efstir með tvo vinninga, en Sigurðar og Hreinn...

Skákir úr 2. umferð Haustmótsins

Hér eru skákir úr 1. og 2. umferð Haustmótsins.

Önnur umferð haustmótsins

Úrslitin í kvöld sem hér segir: A-úrslit: Andri-Hreinn 1-0 Elsa-Jón Kristinn 0-1 Sigurðar 1/2 B-úrslit: Haki-Fannar 1-0 Gabríel-Karl 0-1 Hilmir-Arnar 0-1 Í þriðju umferð sem tefld verður á sunnudaginn eigast þessi við: Jón Kristinn-SigurðurA Hreinn-Elsa...

Aðalfundur á laugardag

Eins og þegar hefur verið auglýst verður aðalfundur Skákfélags Akureyrar haldin í Skákheimilinu laugardaginn 24. september kl. 13.00. Þar verða stunduð venjuleg aðalfundarstörf, s.s. skýrsla stjórnar og afgreiðsla reikninga. Einnig skal kjósa stjórn...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband