Skákţingiđ; jafnt á toppnum eftir fjórar umferđir
Fimmtudagur, 23. janúar 2025
Fjórđa umferđ Skákţingsins var tefld í gćr, 22. janúar. Til leiks mćtti tíu skákmenn, en ţrír sátu hjá.
Úrslit:
Sigurđur-Markús 0-1
Stefán-Karl 1/2
Benedikt-Tobias 0-1
Smári-Baldur 1-0
Björgvin-Sigţór 0-1
Tveimur skákum lauk snemm, ţar sem bćđi Björgvini og Baldri varđ fótaskortur í byrjuninni og sáu ekki til sólar eftir ţađ. Stefán og Karl tefldu ţunga stöđuskák ţar sem undiraldan var ţung en yfirborđiđ kyrrlátt. Má segja ađ jafnvćgiđ hafi aldrei raskast og nánast allir menn áfram á borđinu ţegar samiđ var.
Tobias tefldi nú sína fyrstu skák á mótinu; beitti Pirc-vörn gegn Benedikt og fékk heldur ţrengri stöđu. Hann náđi ţó mótspili sem andstćđingur hans hugđist kćfa međ ţví ađ gefa báđa hróka sína en fá drottningu í stađinn. Ţetta reyndist misráđiđ og frekari ónákvćmni gaf Tobiasi fćri á listilegum dansi riddara og hróks í kring um kóng Benedikts sem gat ekki haldiđ krúnunni eftir ţau vopnaviđskipti.
Lengsta skákin var háđ á efsta borđi, ţar sem Markús gerđi harđa hríđ ađ forystusauđnum Sigurđi. Í miđtaflinu fékk hann örlítiđ frumkvćđi međ svörtu gegn afar varkárri taflmennsku Sigurđar. Ţrátt fyrir mannakaup hélt hann frumkvćđinu sem endađi međ ţví ađ hann vann peđ og ţegar annađ peđ virtist dauđans matur gafst Sigurđur upp.
Akureyrarmeistarinn frá í fyrra hefur ţví náđ efsta sćtinu eftir fjórar umferđir ásamt Smára, en ţeir eigast einmitt viđ í nćstu umferđ. Ţeir félagar hafa ţrjá vinninga, en hálfum vinningi á eftir ţeim koma ţeir Sigurđur, Stefán, Karl og Tobias. Ţađ er ţví ţéttskipađ í baráttu efstu manna ţegar mótiđ er rúmlega hálfnađ.
Í fimmtu umferđ, sem tefld verđur laugardaginn 25.janúar kl. 13 eigast ţessir viđ:
Markús og Smári
Tobias og Stefán
Karl og Sigurđur
Sigţór og Eymundur
Benedikt og Valur Darri
Spil og leikir | Breytt 24.1.2025 kl. 12:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Pörun í fjórđu umferđ Skákţingsins
Ţriđjudagur, 21. janúar 2025
Tvö stelpuskákmót
Ţriđjudagur, 21. janúar 2025
Skák er kennd reglulega í ţremur grunnskólum á Akureyri og stundum brugđiđ á leik og haldin skákmót.
Ţann 15. janúar sl. var haldiđ skákmót fyrir stelpur í Lundarskóla, 4-7. bekk. Alls mćttu 19 stelpur til leiks og tefldu hrađskák, fjórar umferđir. Harpa Hrafney Karlsdóttir úr 6. bekk vann allar sínar skákir og ţar međ mótiđ. Elín Stefanía Sigurđardóttir úr 4. bekk varđ önnur og jafnar í ţriđja sćti Unnur Birna Valdez (6.bk), Selma Rós Hjálmarsdóttir (5.bk) og Ţórkatla Andradóttir (4. bk).
Ţann 20. janúar var svo haldiđ mót fyrir stelpur í 5-7. bekk Brekkuskóla međ sama fyrirkomulagi. Ţar mćttu 16 stelpur til leiks. Yrsa Sif Hinriksdóttir úr 7. bekk vanna allar sínar skákir og ţar međ mótiđ. Jafnar í öđru sćti urđu Sóldögg Jökla Stefánsdóttir og Ragnheiđur Valgarđsdóttir.
Í framhaldinu er svo stefnt ađ ţví ađ halda sameiginlegt mót ţar sem stelpur úr báđum ţessum skólum leiđa fram hesta sína (og biskupa). Ţađ verđur haldiđ í Skákheimilinu á skákdaginn sjálfan, 26. janúar og hefst kl. 13.
Ţriđja umferđ; Sigurđur vann toppslaginn
Sunnudagur, 19. janúar 2025
Spil og leikir | Breytt 20.1.2025 kl. 16:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Skákţingiđ: Stefán einn í forystu.
Miđvikudagur, 15. janúar 2025
Spil og leikir | Breytt 16.1.2025 kl. 16:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta umferđ SŢA; bókin hikstađi ađeins
Sunnudagur, 12. janúar 2025
Spil og leikir | Breytt 13.1.2025 kl. 09:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Skákţing Akureyrar, hiđ 88. í röđinni!
Laugardagur, 4. janúar 2025
Ný mótaáćtlun
Laugardagur, 4. janúar 2025
Spil og leikir | Breytt 6.1.2025 kl. 17:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Símon vann nýjársmótiđ
Föstudagur, 3. janúar 2025
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Mót á sunnudag kl. 13.00
Föstudagur, 3. janúar 2025
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)