Áskell vann London Classic örugglega

Annan sunnudaginn í röđ var telft mót ţar sem upphafsstöđur í skákinum voru fengnar ađ láni úr stórmeistaramóti á erlendri grundu. Í ţetta sinn var sótt ein taflstađa úr hverri umferđ á London Classic og hófst tafliđ í öllum skákinum međ 10. leik hvíts. Stöđurnar voru sóttar í eftirtaldan skákir: Carlsen-Howell, Nakamura-Aronian, Carlsen-Nakamura, Anand-Nakamura, Nakamura-Howell, McShane-Nakamura og Short-McShane.  Til leiks voru mćttir sjö keppendur og urđu úrslit sem hér segir:

  1234567 
1Áskell Örn Kárason 1111116
2Smári Ólafsson0 11˝11
3Sigurđur Arnarson00 11013
4Sigurđur Eiríksson000 1113
5Jón Kristinn Ţorgeirsson0˝00 11
6Karl Egill Steingrímsson00100 12
7Ari Friđfinnsson000000 0

Nćsti viđburđur í skákheimilinu verđur lokamót mótarađarinnar fimmtudaginn 15. desember.

 


Jón Kristinn langfyrstur í mótaröđinni

Sjöunda og nćstsíđasta (en ekki síđasta eins og einhver jólasveinn skrifađi hér á síđuna í síđustu fćrslu) mótiđ í hinni geysivinsćlu mótaröđ félagsins var tefld í gćrkveldi. Ekkert sást til Kertasníkis, enda mun hann ekki enn vera kominn til byggđa. Engin umrćđa var um félagsgjöld. Hinsvegar tefldu átta vaskir skákvíkingar tvölfalda umferđ. Baráttan stóđ lengst af milli fulltrúa ungu kynslóđarinnar og eins af aldurhningari keppendunum og tókst ţeim gamla ađ merja sigur. Ćskan mun hinsvegar erfa landiđ eins og stađan í mótaröđinni sýnir. En svona fór mótiđ:

1. Áskell Örn Kárason   12 v. af 14

2. Jón Kristinn Ţorgeirsson 11,5

3. Andri Freyr Björgvinsson 8

4. Tómas Veigar Sigurđarson 7,5

5-6. Sigurđar Arnar- og Eiríkssynir 6,5

7. Ari Friđfinnsson    3 

8. Logi Rúnar Jónsson   1

Ţegar eitt mót er eftir hefur Jón Kristinn náđ stjarnfrćđilegri forystu og mun tćplega láta hana af hendi ţótt eftir ţví vćri leitađ. Stađan í toppbaráttunni er annars ţessi (samanlagđur fjöldi vinninga í keppninni): 

1. Jón Kristinn 69, 2. Sigurđur Arnarson 50, 3. Haki Jóhannesson 39, 4. Sigurđur Eiríksson 35, 5. Áskell Örn 28,5 6. Andri Freyr 28. (Hér vekur sérstaklega athygli hörđ barátta Áskels og Andra um 5. sćtiđ).

Lokamótiđ í röđinn verđur svo háđ nćsta fimmtudag, 15. desember. 

 


Mótaröđ á fimmtudag

Sjöunda og síđasta mótiđ í mótaröđinni sívinsćlu fer fram nú á fimmtudag 8. desember og hefst kl. 20.00.

Kertasníkir kíkir í heimsókn. Ađrir jólasveinar velkomnir.


Sigurđur Arnarson sigrađi á skylduleikjamóti

Í dag fór fram skylduleikjamót hjá Skákfélagi Akureyrar. Tefldar voru stöđur úr 6. minningarmótinu um Tal sem lauk fyrir skemmstu í Moskvu. Í báđum mótunum voru 10 keppendur og tefldu allir viđ alla. Heldur fćrri jafntefli voru á Akureyri en í Moskvu en...

Skylduleikjamót

Á sunnudaginn fer fram skylduleikjamót í húsakynnum Skákfélagsins. Í hverri umferđ hefst tafliđ á nýrri stöđu. Stöđurnar komu allar upp í minningarmóti um fyrrverandi heimsmeistara, Mikael Tal, sem haldiđ var nýlega í Moskvu. Ţađ mun vera sterkasta...

Fyrirlestur á fimmtudag

Hinir sívinsćlu fyrirlestrar á fimmtudagskvöldum halda nú áfram og er desemberfyrirlesturinn á dagskrá á sjálfan fullveldisdaginn og hefst kl. 20. Fyrirlesari verđur magister Sigurđur Arnarson og mun m.a. fjalla um tvöfalda biskupsfórn og sýna nokkur...

Sigurđur Eiríksson atskáksmeistari.

Í dag lauk atskákmóti Akureyrar međ sigri Sigurđar Eiríkssonar. Hann hlaut 5,5 vinninga í 7 skákum og varđ hálfum vinningi á undan nafna sínum Arnarsyni sem sigrađi mótiđ í fyrra. Í ţriđja sćti var sonur meistarans, Tómas Veigar Sigurđarson međ 4...

KEA veitir skákstyrki

Ţriđjudaginn 23. nóvember voru veittir styrkir úr Menningar- og viđurkenningasjóđi KEA. Samtals voru veittir 38 styrkir ađ fjárhćđ 6,1 milljón króna og komu tveir af ţeim til góđa fyrir Skákfélagiđ. Yngsti styrkţeginn var Jón Kristinn Ţorgeirsson sem...

Atskákmót Akureyrar hefst í kvöld kl. 19.30

Ţví verđur svo fram haldiđ á sunnudag kl. 13. Núverandi Akureyrarmeistari í atskák er Sigurđur Arnarson

Áskell vann hausthrađskákmótiđ

Óvenjulega fámennt var á hausthrađskákmóti félagsins í ţetta sinn. Ýmis gömul brýni létu sig vanta og nýrri brýnin voru ekkert of mörg heldur. Ţó vakti ţađ athygli viđstaddra ađ ţrír af liđsmönnum félagsins á Íslandsmóti skákfélaga voru nú mćtt aftur...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband