Ađ tefla viđ Smára er eins og ađ reyna ađ handjárna ál!

 Í dag fór fram skylduleikjamót hjá félaginu, međ umhugsunartímanum 5 mínútur + 3 sek á leik. Eins og flestir vita hafa slík mót fariđ ţannig fram ađ tefldar eru stöđur tengdar einhverskonar ţema, t.d. úr einhverju skákmóti, ákveđinni byrjun eđa eftir ţekktan skákmann.

Ađ ţessu sinni varđ úr ađ tefldar voru stöđur úr hrađskákum fyrv. heimsmeistarans, Tigran Petrosian. Sá tefldi ţó sjaldan hrađskák, amk opinberlega, enda finnast ađeins sex slíkar í gagnagrunnum. Stöđur úr ţeim öllum voru tefldar, ţ.e. byrjađ var á 9. leik svarts í öllum tilfellum og svo bćttust viđ ţrjár stöđur úr hrađskákum Robert J. Fischer, enda tefldar níu umferđir.

Margt var sagt um skákstíl Petrosian, en sem dćmi líkti Harold Charles Schonberg ţví ađ tefla viđ Petrosian, viđ ađ reyna ađ handjárna ál, hvergi vćri hćgt ađ ná taki á honum.

Smári Ólafsson á Framsýnarmoti 2010

Ţađ sama verđur framvegis sagt um Smára „ál“ Ólafsson, enda var ekki annađ ađ sjá en hann hafi veriđ beintengdur viđ Petrosian heitinn ţegar hann, sá fyrrnefndi, sigrađi örugglega á mótinu, tapađi ekki skák en gerđi tvö jafntefli sem er mjög í anda heimsmeistarans fyrv..

Ađ öđru leyti fóru leikar ţannig;

Smári Ólafsson                                                                                       7 af 8.
Einar Garđar Hjaltason                                                                          5
Tómas Veigar og Sigurđur Eiríksson                                                    4,5
Haki Jóhannesson, Logi Rúnar Jónsson og Sveinbjörn Sigurđsson   3,5
Sigurđur Arnarson                                                                                  2,5
Karl Steingrímsson                                                                                  2

 

Skylduleikjamót, 5 - 3

25.11.2012 VinnSćti
 Nafn123456789  
1Karl Egill 0001001029.
2Tómas Veigar1 10101˝04,53.-4.
3Haki Jóhannesson10 11000˝3,55.-7.
4Logi Rúnar110 0˝0013,55.-7.
5Sigurđur Arnarson0001 001˝2,58.
6Smári Ólafsson111˝1 1˝171.
7Einar Garđar101110 1052.
8Sveinbjörn0˝110˝0 ˝3,55.-7.
9Sigurđur Eiríksson11˝0˝01˝ 4,53.-4.

Skylduleikjamót

Á morgun, sunnudag kl. 13, verđur skylduleikjamót međ umhugsunartímanum 5 mín + 3 sek á leik, háđ  í skákheimilinu. Ţemađ ađ ţessu sinni verđur „hrađskákir heimsmeistara“, en áherzla verđur lögđ á hrađskákir Tigran Petrosian sem var ţekktur fyrir allt annađ en ađ tefla hratt.

Tigran_Petrosian_World_Chess_Champion 

Petrosian var heimsmeistari á árunum 1963-69, en ţá tapađi hann einvígi fyrir Boris Spassky.  Hugsanlega verđur fariđ lauslega yfir feril Petrosian, en hann var m.a. ţekktur fyrir ađ vera heyrnarlaus götusópari og bezti vinur Korchoi. 
Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Tómas Veigar Atskákmeistari Akureyrar

Síđari hluti akureyrarmótsins í atskák var fór fram í kvöld ađ viđstöddu fjölmenni.

Fyrir seinni hlutann voru Áskell Örn og Tómas Veigar efstir og jafnir međ fullt hús. Ţeir félagar mćttust í fimmtu umferđ og fóru leikar ţannig ađ Tómasi tókst ađ vinna skákina nokkuđ örugglega og var ţví einn efstur. Forskotiđ var ekki látiđ af hendi, enda sigrađi Tómas lokaumferđunum tveim og ţar međ á mótinu.

 Tómas Veigar Sigurđarson

Sigurinn var mjög öruggur, enda lagđi hann alla andstćđinga sína og var međ fullt hús, eđa sjö vinninga af sjö mögulegum. Tómas er augljóslega í góđu formi ţessi misserin, en hann situr nú á ţrem meistaratittlum; Skákmeistari SA, Atskákmeistari Akureyrar og Bikarmeistari SA tvö ár í röđ.

Áskell Örn Kárason endađi í öđru sćti međ sex vinninga af sjö og Hjörleifur „húsvörđur“ Halldórsson var ţriđji međ 3,5 vinninga.

 Lokastađan

1.       Tómas Veigar Sigurđarson          7 af 7

2.       Áskell Örn Kárason                        6

3.       Hjörleifur Halldórsson                  3,5

4.       Sigurđur Arnarson                          3

5.       – 7. Símon Ţórhallson,
             Rúnar Ísleifsson og
        Sigurđur Eiríksson                       2,5

8.       Jón Kristinn Ţorgeirsson              1


Áskell og Tómas međ fullt hús á Atskákmóti Akureyrar

Atskákmót Akureyrar hófst s.l. sunnudag. Var mótiđ sett međ trumbuslćtti, lúđraţyti og svuntuţeytingi svo eftir var tekiđ um gjörvallt landiđ. Til leiks voru mćttir átta af jólasveinunum 13. Má ţar helsta nefna Lagakrćki, Snjóskefil, Diskasleiki,...

Atskák

Í dag, sunnudag, hefst atskákmót Akureyrar í Íţróttahöllinni kl. 13. Ţví verđur framhaldiđ fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20

Haustmót yngri flokka - Sprett-inn mótiđ:

Jón Kristinn og Andri efstir Alls mćttu 13 keppendur til leiks og tefldu um titla í ţremur aldursflokkum. Flokkarnir eru 11 ára og yngri, 13 ára og yngri og 15 ára og yngri. Heildarúrslit urđu ţessi: f.ár vinn stig Jón Kristinn Ţorgeirsson 1999 6,5 23,5...

Sprett-inn mótiđ á laugardag

Á morgun. laugardag verđur haustmót yngri flokka SA háđ í Skákheimilinu. Ţangađ eru allir fćddir 1997 og síđar bođnir velkomnir. Teflt verđur í um meistaratitil skákfélagsins í unglingaflokki. Nánar sundurgreint eru ađ auki 3 titlar í bođi: Í flokki 11...

Jón Íslandsmeistari eykur forskotiđ

´ 6. umferđ hinnar geysivinsćlu TM-mótarađar fór fram í kvöld og lauk međ ţví ađ Jón Kristinn Ţorgeirsson og Áskell Örn Kárason urđu jafnir og efstir međ 10 vinninga af 11 mögulegum. Ţar međ jók hinn nýkrýndi Íslandsmeistari, Jón Kristinn, forskot sitt í...

Mótaröđin enn!

Viđ minnum á hina óstjórnlega vinsćlu mótaröđ Skákfélagsins sem enn og aftur mun fara fram nk. fimmtudagskvöld kl. 20.00. Flestir spá ţví ađ engin leiđ sé ađ spá um úrslitin, en ţeir vopnabrćđur Sigarn og Jónkr er af sumum nefndir til sögunnar sem...

Gull, silfur og brons! Jón Kristinn Íslandsmeistari!

Unglingarnir okkar voru svo sannarlega ađ gera garđinn frćgan í höfuđborginni nú um helgina. Ţá fór ţar fram unglingameistaramót Íslands (20 ára og yngri), auk Íslandsmóta í drengja- og stúlknaflokki (15 ára og yngri) og í pilta- og telpnaflokki (13 ára...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband