Skákstjórinn sem hraut

... og ađrar fréttir.

 Picture 038Ţađ var heimilislegt andrúmsloft í félagsheimili Skákfélagsins í kvöld ţegar lokaskákir 6. umferđar Skákţingsins voru telfdar. Međan hrađskákmenn börđust í mótaröđinni í suđursal, fóru tvćr skákir 6. umferđar SŢA fram í norđursal. Vel er hljóđeinangrađ milli skáksalanna ţannig ađ hrađskákmenn urđu lítt varir viđ hrotur skákstjórans í nyrđra. Ţeir sem ţar voru luku sínum skákum möglunarlaust enda linnti hrotunum brátt og skákstjórinn reis upp viđ dogg. Ţar međ lauk sjöttu umferđ sem hér segir:

Sigurđur-Andri        1-0

Rúnar-Hreinn         0-1

Símon-Jón Kristinn 0-1

Jakob-Haraldur      0-1

Karl-Hjörleifur        1/2

Međ ţessum úrslitum jók Haraldur forystu sína í heila tvo vinninga. Hann hefur nú 5,5 ađ loknum sex umferđum. Nćstir honum koma fráfarandi meistari Hjörleifur H og magister Sigurđur A međ 3,5 vinning hvor. Ađrir koma svo í hnapp ţar á eftir.

Nćst verđur telft á Skákţinginu á sunnudag og ţá verđa allir vakandi.

Chess-Results

 


Jón öruggur sigurvegari

Í kvöld fór fram önnur umferđ í TM mótaröđinni. Leikar fóru ţannig ađ Jón Kristinn sigrađi af öryggi međ 9,5 af 10 mögulegum en ellefu keppendur tóku ţátt. Í öđru til ţriđja sćti urđu Sigurđur Arnarson og Smári Ólafsson urđu jafnir í 2.-3. sćti međ 7,5 vinninga og Sigurđur Eiríksson fjórđi međ 6 vinninga.

Nćst verđur teflt í TM-mótaröđinni 14. febrúar.


TM-mótaröđ í kvöld!

Skákţing Akureyrar er nú í fullum gangi en í kvöld fá ađrir ađ komast ađ - ef ţeir vilja. Annađ mót TM-mótarađarinnar góđkunnu er sumsé á dagskrá kl. 20. Allir velkomnir og ókeypis fyrir dömur. Snyrtilegur klćđnađur.

Stjórnin 


Norđlendingar bestir í ofurhrađskák!

Íslandsmótiđ í ofurhrađskák fór fram sl. laugardagskvöld. Eins og fram kemur á skák.is báru Skákfélagsmenn ţar af öđrum. Sannkallađur Sigurpálsson var félagi Rúnar sem vann mótiđ međ yfirburđum og fékk 14,5 vinning af 15 mögulegum. Sá eini sem markađi á...

5. umferđ Skákţingsins:

Haraldur međ sitt fyrsta jafntefli Fimmtu umferđ Skákţings Akureyrar lauk í kvöld međ tveimur skákum, en hinar ţrjár voru tefldar í gćr, sunnudag. Úrslit í skákunum urđu ţessi: Sigurđur-Símon 0-1 Hreinn-Karl 1/2 Hjörleifur-Jón Kristinn 1-0 Andri-Jakob...

Mikael Jóhann ţriđji í Reykjavík

Í gćrkvöldi lauk Kornaxmótinu, Skákţingi Reykjavíkur. Í lokaumferđinni áttu tveir efstu menn mótsins, Ómar Salama og Davíđ Kjartansson ađ mćta Akureyringunum Mikael Jóhanni Karlssyni og Ţór Valtýssyni. Fram ađ ţví höfđu ţeir Ómar og Davíđ unniđ allar...

Skákdagsmótiđ:

Óliver Ísak og Jón Kristinn sigruđu Alls tóku 24 krakkar ţátt í Skákdagsmótinu í dag. Teflt var í tveimur aldursflokkum, ţ.e. börn fćdd 2000 og síđar í yngri flokki og 1999 og fyrr í ţeim eldri. Úrslit í eldri flokki: Jón Kristinn Ţorgeirsson 5 v. Andri...

Skákdagsmótiđ 2013 - skemmtilegt barnaskákmót

Í tilefni af Skákdeginum 26. janúar verđur haldiđ skákmót fyrir börn í félagsheimili Skákfélags Akureyrar. Mótiđ er öllum opiđ sem kunna mannganginn og eru yngri en 18 ára. teflt verđur í tveimur flokkum, 12 ára og yngri (fćdd 2000 og fyrr) og 13 ára og...

Skákţingiđ:

Haraldur enn Ţađ er ekkert lát á sigurgöngu Haraldar Haraldssonará Skákţingi Akureyrar og stefnir ađ óbreyttu í ađ hann landisínum fyrsta Akureyrarmeistaratitli. Úrslit í fjórđu umferđ sem fram fór í gćrkveldi urđu úrslit ţessi: Karl Egill-Haraldur 0-1...

Norđanmenn standa sig vel á Kornaxmótinu

Ţrír félagar okkar í SA tefla á Kornaxmótinu í Reykjavík. Í gćr lauk 8. og nćst síđustu umferđ mótsins. Í henni tefldu Ţór Valtýsson og Mikael Jóhann Karlsson í beinni útsendingu, tefldu vel og unnu sínar skákir. Í lokaumferđinni mćta ţeir Omar Salama og...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband