Sumarmótasyrpa, fyrsta mótiđ 20. júní.
Ţriđjudagur, 18. júní 2024
Ađ venju er skáklífiđ hér í bć međ rólegasta móti yfir hásumariđ. Viđ reynum ţó ađ láta ekki alveg slokkna á týrunni og stefnum á ţví ađ halda a.m.k. eitt hrađskákmót í mánuđi nú í sumar. Mótin verđa á fimmtudagskvöldum og byrja kl. 20. Allir eru ađ sjálfsögđu velkomnir á ţessi mót, en viđ leikum okkur ađ ţví ađ útnefna ţann sigurvegarar sem fćr flesta vinninga í mótunum ţremur.
Fyrir ţau sem ekki hafa enn heimsótt Skákheimiliđ okkar í sínum nýja búningi er líka ćrin ástćđa til ađ láta sjá sig.
Mótin verđa á ţessum dögum:
20. júní
18. júlí
8. ágúst
Allir velkomnir sem fyrr er sagt. Ţátttaka kostar ţá sem eldri eru 700 kr. í hvert skipti, ókeypis fyrir börn. Tímamörkin 4-2.
Vormót barna í nýju Skákheimili; Sigţór sigrađi.
Mánudagur, 3. júní 2024
Skákfélagiđ hefur nú fengiđ lyklavöld ađ nýju ađ Skákheimilinu í Íţróttahöllinni og öll starfsemin nú flutt úr Rósenborg. Miklar endurbćtur hafa veriđ gerđar á húsnćđinu og ćtti ţađ ađ henta félaginu og iđkendum betur en áđur. Viđ höfum fengiđ rúmgóđa geymslu og eldhús- og snyrtiađstađa hefur veriđ stórbćtt. Salurinn er alveg uppgerđur og ćtti rýmiđ ţar ađ nýtast betur en áđur.
Ţann 31. maí var fyrsta mótiđ haldiđ í hinum nýuppgerđa sal, vormót barna sem um leiđ var fimmta mótiđ í mánađamótaröđ vormisseris. Tíu börn mćtti til leiks á mótinu og eins og oft áđur varđ Sigţór Árni Sigurgeirsson hlutskarpastur, vann allar sínar skákir, sex ađ tölu. Í öđru og ţriđja sćti urđu ţeir Valur Darri Ásgrímsson og Damian Jakub Kondracki. Af yngri börnunum (f. 2014 og síđar), varđ Nökkvi Már Valsson hlutskarpastur, sjónarmun á undan Gabríel Mána Jónssyni. Sigţór safnađi flestum vinningum í mánađarmótaröđinni, nćstur varđ Viacheslav Kramarenko og ţriđji Valur Darri Ásgrímsson. Í yngri flokki fékk Gabríel Máni Jónsson flesta vinninga en nćstur honum kom Skírnir Sigursveinn Hjaltason.
Ţann 13. júní nćstkomandi munum viđ svo fagna opnuninni međ pompi og prakt og er öllu áhugafólki og velunnurum félagsins bođiđ til ţeirrar samkomu. Ţetta verđur auglýst síđar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Glćsilegu Landsmóti í skólaskák lokiđ - Markús Orri vann elsta flokkinn.
Mánudagur, 6. maí 2024
Landsmótiđ í skólaskák var háđ hér á Akureyri um helgina. Teflt var í Brekkuskóla. Keppt var í ţremur aldursflokkum, tólf keppendur í hverjum flokki sem unniđ höfđu sér rétt til ţátttöku á svćđismótum sem haldin hafa veriđ víđsvegar um land ađ undanförnu.
Á yngsta stigi (1-4. bekkur) kom sigurvegarinn frá Ísafirđi, Karma Halldórsson. Annar varđ Haukur Víđis Leósson úr Hlíđaskóla í Reykjavík og ţriđji Pétur Úlfar Ernisson úr Langholtsskóla.
Á miđstigi (5-7. bekkur) bar Birkir Hallmundarson sigur úr býtum, en annar varđ Sigurđur Páll Guđnýjarson. Ţeir koma báđir úr Lindaskóla í Kópavogi. Ţriđji varđ Jósef Ómarsson úr Landakotsskóla, en bestum árangri landsbyggđarkeppenda náđi Sigţór Árni Sigurgeirsson úr Oddeyrarskóla, sem varđ fjórđi.
Á elsta stigi var keppnin um sigurinn mjög hörđ og urđu ţeir Markús Orri Óskarsson úr Síđuskóla og Mikael Bjarki Heiđarsson úr Vatnsendaskóla í Kópavogi efstir og jafnir. Markús Orri Jóhannsson úr Háteigsskóla varđ ţriđji og Húsvíkingurinn Kristján Ingi Smárason fjórđi.
Tveir efstu menn ţurftu ţví ađ tefla einvígi um meistaratitilinn ţar hafđi betur međ sigri í lokaskákinni og fékk 2,5 vinninga gegn 1,5. Markús Orri kórónađi ţar međ frábćran árangur sinn á undanförnum mánuđum og er greinilega kominn í hóp sterkustu skákmanna landsins í sínum aldursflokki. Akureyringar hafa reyndar oft náđ góđum árangri í skólaskákinni og oft boriđ sigur úr býtum, ţótt líklega séu liđin ein tíu ár síđan ţađ gerđist síđast.
Myndin er er tekin af Anastasiu Leonovu Kramarenko međan á úrslitaeinvíginu í elsta flokki stóđ.
Öll úrslit og lokastöđuna í einstökum flokkum er ađ finna á chess-results.
Einnig umfjöllun og myndir á skak.is og fb-síđu Skákfélagsins.
Velheppnađ svćđismót, Gabríel, Sigţór og Markús sigurvegarar.
Mánudagur, 22. apríl 2024
Spil og leikir | Breytt 23.4.2024 kl. 21:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Svćđismót í skólaskák 22. apríl
Föstudagur, 12. apríl 2024
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánađarmót fyrir apríl; Sigţór vann
Laugardagur, 6. apríl 2024
Spil og leikir | Breytt 7.4.2024 kl. 15:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nćstu mót
Miđvikudagur, 3. apríl 2024
Skemmtilegt páskamót - Símon vann örugglega.
Laugardagur, 30. mars 2024
Páskamótiđ á skírdag!
Laugardagur, 23. mars 2024
Sigţór vann marsmótiđ
Sunnudagur, 10. mars 2024