Andri nćr forystu
Sunnudagur, 29. janúar 2017
Fjóđrđa umferđ Skákţingsins var tefld í dag. Ţá áttust m.a. viđ forystusauđirnir Jón Kristinn og Andri. Eins og í haustmótinu var Andri erfiđur viđ félaga Jokko; náđi heljartaki á honum eftir byrjunina og leiddi tafliđ smám saman til sigurs. Ţá vann Ulker góđan sigur á Heiđari og Ágúst Ívar lagđi Gabríel Frey ađ velli í viđureign ungu mannanna. Haraldur fékk og vinning í skákinni viđ Alex, sem mćtti ekki til leiks. Ţá gerđu ţeir Hreinn og Sveinbjörn sannkallađ stóirmeistarajafntefli. Karl og Tómas munu tefla sína skák á mánudagskvöld og verđur röđun fimmtu umferđar birt eftir ađ henni lýkur.
Spil og leikir | Breytt 30.1.2017 kl. 08:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Skákćfingar og mót fyrir börn og unglinga
Laugardagur, 28. janúar 2017
Ćfingatímar á vormisseri 2017 (til maíloka) sem hér segir:
Mánudaga 16.30-17.30 Yngri börn og byrjendur
Ţriđjudaga 16-17.30 Opiđ hús fyrir áhugasöm börn á grunnskólaaldri
Miđvikudaga 16.45-18.00 Framhaldsflokkur (frá 2005)
Ćfingagjöld kr 5000 fyrir önnina - frítt á opiđ hús.
Fjórir skólameistarar á Skákdeginum!
Fimmtudagur, 26. janúar 2017
Í dag, á skákdaginn 26. janúar, voru háđ skólamót í fjórum grunnskólum á Akureyri. Mótshaldiđ var einkum kynnt í 3-6. bekk, en öllum ţó heimil ţátttaka. Öll fóru mótin vel fram og voru ţátttakendur alls 81. Tefldar voru fimm umferđir. Viđ munum tíunda úrslitin síđar, en skólameistarar urđu ţessir:
Skákmeistari Brekkuskóla: Gabríel Freyr Björnsson
Skákmeistari Lundarskóla: Ívar Ţorleifur Barkarson
Skákmeistari Naustaskóla: Ingólfur Árni Benediktsson
Skákmeistari Síđuskóla: Dađi Örn Gunnarsson
Viđ óskum hinum nýbökuđu meisturum til hamingju međ árangurinn og meistaratitlana.
Í kvöld var svo haldiđ opiđ mót í Skákheimilinu. Úrslit voru ekki kunn ţegar blađiđ fór í prentun, en ţađ er til tíđinda ađ Alékínsvörn var beitt í fjölmörgum skákum kvöldsins. Sýnir ţađ best gróskuna í skáklífinu hér norđan heiđa.
Myndirnar eru frá Brekkuskólamótinu, teknar af Dalrós Halldórsdóttur.
Röđun fjórđu umferđar á Skákţinginu
Miđvikudagur, 25. janúar 2017
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Skákdagurinn mikli
Mánudagur, 23. janúar 2017
Jón Kristinn og Andri efstir á Skáţinginu
Mánudagur, 23. janúar 2017
Karl Steingrímsson stendur sig vel
Föstudagur, 20. janúar 2017
Íslandsmeistarinn í netskák sigrađi í raunheimum
Fimmtudagur, 19. janúar 2017
TM-mótaröđin 2. umferđ í kvöld
Fimmtudagur, 19. janúar 2017
Jón Kristinn Ţorgeirsson Íslandsmeistari í netskák
Miđvikudagur, 18. janúar 2017