Ćfingatímar og haustdagskrá
Ţriđjudagur, 13. ágúst 2024
Nú líđur ađ lokum sumarleyfis skákmanna og starfsemin í Skákheimilinu ađ hefjast af fullum krafti.
Startmótiđ er ađ venju fyrsti viđurđurinn og er blásiđ til ţess sunnudaginn 1. september kl. 13.00.
Nćsti viđburđur verđur haustmótiđ, sem er meistaramót félagsins. Mótiđ verđur međ nokkuđ óvenjulegu sniđi í ţetta sinn og hefst međ atskákum dagana 12-14. september, en lýkur síđar í mánuđinum međ stuttu kappskákmóti. Fyrirkomulagiđ mun taka eitthvađ miđ af ţví hversu margir koma til leiks, en allt verđur ţetta auglýst nánar ţegar nćr dregur.
Fyrstu helgina í október munum viđ svo ađ venju taka ţátt í Íslandsmóti skákfélaga og vonumst til ađ geta mannađ a.m.k. ţrjár sveitir ađ ţessu sinni.
Ţá liggur fyrir dagskrá barna- og unglingaćfinga.
Mánudagar kl. 16:45-18:00 Almennur flokkur
Ţriđjudagar kl. 14:30-16:00 Framhaldsflokkur (sjá ţó hér á eftir)
Fimmtudagar kl. 14:30-16:00 Opinn ćfingatími
Til frekari skýringa:
Almenni flokkurinn er fyrir yngri börn og skemmra komna, en framhaldsflokkurinn fyrir ţau sem ţegar eru komin međ nokkur grunn. Aldursskiptingin er ekki hárnákvćm, en ađ jafnađi má gera ráđ fyrir ađ almenni flokkurinn henti betur börnum 11 ára og yngri.
Fimmtudagstíminn er svo opinn öllum eins og nafniđ ber međ sér og í raun ekkert ţví til fyrirstöđu ađ ţau áhugasömustu mćti í alla ţrjá tímana.
Almenni flokkurinn hefst 26. ágúst. Daginn eftir verđur skráning í framhaldsflokk. Iđkendur eru velkomnir kl. 14.30, en viđ gerum líka ráđ fyrir ađ hafa tíma fyrir foreldraspjall alveg framundir kl. 17. Framhaldsflokkurinn hefst svo fyrir alvöru ţann 10. september og fyrsti opni ćfingatíminn verđur einnig í ţeirri viku.
Ekki er ólíklegt ađ reynt verđi ađ bjóđa upp á fleiri opna ćfingatíma og er foreldrum bent á ađ fylgjast međ tilkynningum frá Sportabler og á facebook-síđu félagsins. En viđ byrjum svona og sjáum svo til.
Ţetta misseri verđur innheimt eitt ćfingagjald fyrir alla iđkendur, kr. 10.000. Gegn ţví gjaldi geta ţau sótt allar ćfingar sem í bođi verđa, auk móta á vegum félagsins, hvort sem um er ađ rćđa almenn mót eđa barnamót.
Ţau Elsa María Kristínardóttir og Hilmir Vilhjálmsson munu áfram sjá um ţjálfunina í almennaflokknum, en umsjón međ framhaldsflokknum verđur í höndum Áskels Arnar Kárasonar. Ađrir leiđbeinendur koma til skjalanna eftir ţörfum.
Ágústmótiđ á fimmtudaginn!
Mánudagur, 5. ágúst 2024
8. ágúst kl. 20.00. Viđ prófum líklega 5-3 tímamörkin aftur!
Júlímót međ tilbrigđum
Sunnudagur, 21. júlí 2024
Átta skákmenn mćttu í Skákheimiliđ til ţess ađ taka ţátt í heimsmetstilraun FIDE í gćr, ţann 20. júlí. Skákmót var haldiđ međ tilbrigđum ţar sem sumir tefldu ađeins fleiri skákir en ađrir. Áskell Örn Kárason fékk flesta vinninga, eđa sjö úr níu skákum; Símon Ţórhallson fékk sex og hálfan.
Ađrir fengu minna en voru ţó fullsćmdir ađ sínu. Mćttir voru:
Anton Orri Jóhansson
Áskell Örn Kárason
Haraldur Haraldsson
Karl Egill Steingrímsson
Níels Ragnarsson
Nökkvi Már Valsson
Símon Ţórhallsson
Stefán G. Jónsson
Sérstaka athygli vakti ţátttaka tveggja félaga sem heimsóttu okkur úr fjarlćgum landshluta, ţeirra Haraldar og Níels. Megi ţeir koma sem oftast!
Júlímótiđ ţann 20. kl. 13. Breytt tímasetning.
Ţriđjudagur, 16. júlí 2024
Áskell vann fyrsta sumarmótiđ
Föstudagur, 21. júní 2024
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Sumarmótasyrpa, fyrsta mótiđ 20. júní.
Ţriđjudagur, 18. júní 2024
Vormót barna í nýju Skákheimili; Sigţór sigrađi.
Mánudagur, 3. júní 2024
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Glćsilegu Landsmóti í skólaskák lokiđ - Markús Orri vann elsta flokkinn.
Mánudagur, 6. maí 2024
Velheppnađ svćđismót, Gabríel, Sigţór og Markús sigurvegarar.
Mánudagur, 22. apríl 2024
Spil og leikir | Breytt 23.4.2024 kl. 21:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Svćđismót í skólaskák 22. apríl
Föstudagur, 12. apríl 2024
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)