Mótahald í janúar og febrúar
Miđvikudagur, 12. janúar 2022
Skákţing Akureyrar er ađ hefjast nú á sunnudaginn 16. janúar og verđur í gangi a.m.k. fram í miđjan febrúar (sjá auglýsingu í fyrri fćrslu). Annađ sem ákveđiđ er núna:
Mótaröđ á fimmtudagskvöldum kl. 20.00, (tefld hrađskák):
13. janúar
27. janúar
10. febrúar
17. febrúar
24. febrúar
Eins og fyrr er öllum heimil ţátttaka í ţessum mótum. Borđgjald er kr. 500 (börn undanţegin). Stig verđa veitt fyrir árangur og ţátttöku og sigurvegari krýndur í lokin.
Skákţing Akureyrir í yngri flokki verđur háđ dagana 28. og 29. janúar. Dagskrá sem hér segir:
Föstudaginn 28. janúar kl. 16.10; 1-3. umferđ.
Laugardaginn 29. janúar kl. 11.00 4-7. umferđ.
Umhugsunartími verđur 10-5 (ţ.e. 10 mínútur + 5 sekúndna viđbót fyrir hvern leik)
Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra atskákstiga.
Teflt verđur um tvo meistaratitlatitla; Í unglingaflokki (f. 2006-2011) og barnaflokki (f. 2012 og síđar).
Nćsti stórviđburđur verđur svo Íslandsmót Skákfélaga (síđari hluti) sem fer fram í Reykjavík dagana 3-6. mars. Skákfélagiđ sendir fjórar sveitir til keppni. A-sveitin hefur keppni á fimmtudegi, hinar á föstudegi.
Skákţing Akureyrar 2022
Ţriđjudagur, 4. janúar 2022
85. Skákţing Akureyrar
hefst sunnudaginn 16. janúar kl. 13.00. Teflt verđur í Skákheimilinu í Íţróttahöllinni viđ Skólastíg.
Fyrirkomulag mótsins mun ađ nokkru leyti mótast af fjölda ţátttakenda, en stefnt er ađ ţví ađ tefla 7-9 umferđir. Sigurvegarinn mun hljóta sćmdarheitiđ Skákmeistari Akureyrar 2022. Mótiđ er öllum opiđ, bćđi ungum sem gömlum.
Auk ađalmótsins verđur haldiđ sérstakt mót fyrir yngri iđkendur, f. 2006 og síđar. Ţađ hefst síđar í mánuđinum og verđur auglýst sérstaklega.
Umhugsunartími verđur 90 mínútur á skákina, auk ţess sem 30 sekúndur bćtast viđ tímann fyrir hvern leik (90+30).
Ţátttökugjald er kr. 3.000 fyrir skuldlausa félagsmenn, kr. 4.000 fyrir ađra. Ţátttaka er ókeypis fyrir ţá unglinga sem greitt hafa ćfingagjald.
Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.
Skráning er í netfangiđ askell@simnet.is eđa á facebook síđu Skákfélags Akureyrar. Einnig er hćgt ađ skrá sig á skákstađ eigi síđar en 15 mínútum fyrir upphaf fyrstu umferđar.
Dagskrá í verđur sem hér segir: (ath. ađ fjöldi umferđa er óviss ţar til lokaskráning liggur fyrir.)
- umferđ sunnudaginn 16.janúar kl. 13.00
- umferđ fimmtudaginn 20.janúar kl. 18.00
- umferđ sunnudaginn 23.janúar kl. 13.00
- umferđ sunnudaginn 30.janúar kl. 13.00
- umferđ fimmtudaginn 3.febrúar kl. 18.00
- umferđ sunnudaginn 6.febrúar kl. 13.00
- umferđ fimmtudaginn 10.febrúar kl. 18.00
- umferđ sunnudaginn 13.febrúar kl. 13.00 (til vara)
- umferđ fimmtudaginn 17.febrúar kl. 18.00 (til vara)
Ţegar fjöldi keppenda liggur fyrir getur mótsstjóri gert minniháttar breytingar á dagskrá og fyrirkomulagi til ađ auđvelda framkvćmd mótsins.
Ţátttaka í mótinu er öllum heimil en Skákmeistari Akureyrar getur ađeins sá orđiđ sem er búsettur á Akureyri og/eđa er fullgildur félagi í Skákfélagi Akureyrar.
Núverandi Skákmeistari Akureyrar er Rúnar Sigurpálsson.
Áskell nýjársálfur 2022
Sunnudagur, 2. janúar 2022
Hiđ árlega nýjársmót var háđ á hefđbundnum tíma kl. 14 á fyrsta degi nýs árs. Er ţetta erfiđ tímasetning fyrir ţá sem haldnir eru svefndrunga eftir ađ hafa kvatt gamla áriđ. Ţrátt fyrir norđan stórhríđ mćttu sex áhugasamir keppendur til leiks. Tefld var tvöföld umferđ.
Mótstaflan segir allt um úrslitin:
röđ | Nafn | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | vinn | |
1 | IM | Áskell Örn Kárason | *** | 1 | 2 | 2 | 2 | 2 | 9 |
2 | FM | Símon Ţórhallsson | 1 | *** | 1 | 2 | 2 | 2 | 8 |
3 | Ţórleifur Karl Karlsson | 0 | 1 | *** | 2 | 2 | 2 | 7 | |
4 | Markús Orri Óskarsson | 0 | 0 | 0 | *** | 1 | 1˝ | 2,5 | |
5 | Stefán G Jónsson | 0 | 0 | 0 | 1 | *** | 1 | 2 | |
6 | Arnar Smári Signýjarson | 0 | 0 | 0 | ˝ | 1 | *** | 1,5 |
Hiđ eilífa norđur
Föstudagur, 31. desember 2021
Andri Freyr jólasveinn SA
Fimmtudagur, 30. desember 2021
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Skák um jólin
Föstudagur, 24. desember 2021
Rúnar atskákmeistari
Miđvikudagur, 15. desember 2021
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Skákmót Brekkuskóla - Brimir skólameistari.
Mánudagur, 13. desember 2021
Spil og leikir | Breytt 15.12.2021 kl. 10:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Atskákmót Akureyrar hefst á fimmtudaginn
Mánudagur, 6. desember 2021
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hrađskáksyrpan; Áskell vann
Mánudagur, 6. desember 2021