Stelpuskákmót á skákdaginn

barnaskakSkákdagurinn er á morgun, 26. janúar, á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, sem einmitt verđur nírćđur á morgun. 
Honum til heiđurs, svo og skákgyđjunni Caissu og öllum duglegum skákstelpum, ćtlum viđ ađ halda stelpuskákmót í Skákheimilinu sem byrjar kl. 13. 
Til stendur ađ efna til keppni milli stelpna úr Lundarskóla og Brekkuskóla, en um leiđ verđur um einstaklingskeppni ađ rćđa. Ţví eru allar áhugasamar stelpur á grunnskólaaldri velkomnar og fá ađ spreyta sig viđ taflborđiđ ţótt ţćr séu ekki nemendur í ţessum skólum. 


Skákţingiđ; jafnt á toppnum eftir fjórar umferđir

Fjórđa umferđ Skákţingsins var tefld í gćr, 22. janúar. Til leiks mćtti tíu skákmenn, en ţrír sátu hjá. 
Úrslit:
Sigurđur-Markús     0-1
Stefán-Karl         1/2
Benedikt-Tobias     0-1
Smári-Baldur        1-0
Björgvin-Sigţór     0-1

Tveimur skákum lauk snemm, ţar sem bćđi Björgvini og Baldri varđ fótaskortur í byrjuninni og sáu ekki til sólar eftir ţađ. Stefán og Karl tefldu ţunga stöđuskák ţar sem undiraldan var ţung en yfirborđiđ kyrrlátt. Má segja ađ jafnvćgiđ hafi aldrei raskast og nánast allir menn áfram á borđinu ţegar samiđ var. 
Tobias tefldi nú sína fyrstu skák á mótinu; beitti Pirc-vörn gegn Benedikt og fékk heldur ţrengri stöđu. Hann náđi ţó mótspili sem andstćđingur hans hugđist kćfa međ ţví ađ gefa báđa hróka sína en fá drottningu í stađinn. Ţetta reyndist misráđiđ og frekari ónákvćmni gaf Tobiasi fćri á listilegum dansi riddara og hróks í kring um kóng Benedikts sem gat ekki haldiđ krúnunni eftir ţau vopnaviđskipti. 
Lengsta skákin var háđ á efsta borđi, ţar sem Markús gerđi harđa hríđ ađ forystusauđnum Sigurđi. Í miđtaflinu fékk hann örlítiđ frumkvćđi međ svörtu gegn afar varkárri taflmennsku Sigurđar. Ţrátt fyrir mannakaup hélt hann frumkvćđinu sem endađi međ ţví ađ hann vann peđ og ţegar annađ peđ virtist dauđans matur gafst Sigurđur upp. 

Akureyrarmeistarinn frá í fyrra hefur ţví náđ efsta sćtinu eftir fjórar umferđir ásamt Smára, en ţeir eigast einmitt viđ í nćstu umferđ. Ţeir félagar hafa ţrjá vinninga, en hálfum vinningi á eftir ţeim koma ţeir Sigurđur, Stefán, Karl og Tobias. Ţađ er ţví ţéttskipađ í baráttu efstu manna ţegar mótiđ er rúmlega hálfnađ. 

Í fimmtu umferđ, sem tefld verđur laugardaginn 25.janúar kl. 13 eigast ţessir viđ:
Markús og Smári
Tobias og Stefán
Karl og Sigurđur
Sigţór og Eymundur
Benedikt og Valur Darri 

chess-results


Pörun í fjórđu umferđ Skákţingsins

Pörunin má finna inni á chess-results.

Umferđin hefst kl. 18.00


Tvö stelpuskákmót

Skák er kennd reglulega í ţremur grunnskólum á Akureyri og stundum brugđiđ á leik og haldin skákmót. Ţann 15. janúar sl. var haldiđ skákmót fyrir stelpur í Lundarskóla, 4-7. bekk. Alls mćttu 19 stelpur til leiks og tefldu hrađskák, fjórar umferđir. Harpa...

Ţriđja umferđ; Sigurđur vann toppslaginn

Ţriđja umferđ, sem tefld var í dag, 19. janúar, var međ daufasta móti. Ađ hluta til má rekja ţađ til forfalla vegna veikinda, en fresta varđ skákum Markúsar og Vals Darra, svo og skák Gođa og Sigţórs. Á efstu borđum áttust nú viđ reyndustu keppendurnir,...

Skákţingiđ: Stefán einn í forystu.

Ađeins fjórar skákir voru tefldar í 2. umferđ í kvöld. Bćđi komu til yfirsetur og hin margfrćga ekkjufrú Skotta (sem gerir jafntefli í sínum skákum í ţessu móti), auk ţess sem einn keppandi forfallađist á síđustu stundu og mćtti ţví ekki til leiks. Af...

Fyrsta umferđ SŢA; bókin hikstađi ađeins

Fyrsta umferđ 89.Skákţings Akureyrar var tefld í dag. Alls mćttu 12 keppendur til leiks, sem var mjög eftir vćntingum. Eins og stundum áđur átti bćđi ungir og aldnir sína fulltrúa og nálgast aldursmunur yngsta og elsta keppanda 70 ár! Reyndar telfdu...

Skákţing Akureyrar, hiđ 88. í röđinni!

Skákţing Akureyrar hefst sunnudaginn 12. janúar kl. 14.00. Teflt verđur í Skákheimilinu í Íţróttahöllinni viđ Skólastíg. Fyrirkomulag : Tefldar verđa sjö umferđir skv. svissnesku kerfi. Leyfđar eru tvćr yfirsetur í mótinu, ţó ekki í lokaumferđinni....

Ný mótaáćtlun

...

Símon vann nýjársmótiđ

Ellefu keppendur mćttu á hiđ gođsagnarkennda nýjársmót Skákfélagsins, sem ađ venju val hleypt af stokkunum kl. 14 á nýjársdag. Snemma var ljóst hvađ sigurinn myndi lenda og ađ lokum fór svo ađ Símon nokkur Ţórhallsson stóđ uppi sem sigurvegari međ 10...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband