10 mínútna mót ,Úrslit.

Í kvöld mćttu 8 víghreyfir skákmenn til leiks. Var hart barist á hvítum reitum og svörtum,eins og viđ var ađ búast.Aldursforsetinn Ólafur Kristjánsson taldi sig eitthvađ lélegan í annarri löppinni ,akkurat ţeirri sem hann hugsađi međ ! og lét fylgja međ sögu frá viđureign tveggja skákmanna frá 1960 er Ingi R Jóhannson tapađi óvćnt fyrir Ingvari Ásmundssyni ,ţar afsakađi Ingi tapiđ međ ţví ađ hann vćri í allt of ţröngum skóm ! Var ţađ eitthvađ ađ trufla hann međan á skákinni stóđ ,sagt var ađ Ingvar hafi glott viđ tönn er hann heyrđi ţetta.En Ólafur lék á als Oddi í mótinu og tapađi ađeins einni skák ,Ţeirri fyrstu fyrir Haraldi en síđan var löppin alheil og Hann tefldi eins og snillingur til loka móts ,eins og Kennarinn Sigurđur Arnarsson sem fékk jafn marga vinninga og tapađi ađeins fyrir ólafi.

Annars urđu úrslit eins og hér segir.

1-2 Ólafur Kristjánsson      6 vinninga

1-2 Sigurđur Arnarsson       6 vinninga

3.Andri Freyr Björgvinsson   5.vinninga

4.Haraldur haraldsson        4 vinninga

5-6.Smári Ólafsson           3 vinninga

5-6.Karl Egill Steingrímsson  3. vinninga

7. Hjörtur Steinbergsson     1 vinninga

8.Heiđar Ólason              0 vinninga     


10 mínútna mót

Á morgun, fimmtudaginn 9. febrúar, verđur haldiđ 10 mínútna mót hjá Skákfélaginu.
Mótiđ hefst kl. 20.00 og skráning fer fram á stađnum.


Ţrímennt á toppnum

Í dag var fimmta umferđ skákţingsins telfd. Á fyrsta borđi tefldi forystusveinninn Andri Freyr viđ Tómas Veigar tefldu báđir snarplega. Andri missti ţó ţráđinn í miđtaflinu og mátti gefa skiptamun fyrir litlar bćtur. Ţá var komiđ ađ Tómasi ađ glopra ţrćđinum niđur en ţegar Andri virtist vera ađ snúa taflinu sér í vil gerđist hann veiđibráđur og lék ţví niđur í tap. Ţeir félagar eru ţví jafnir á toppnum međ fjóra vinninga og í ţeirra hóp slóst einnig Jón Kristinn, sem lagđi Hrein örugglega ađ velli. Dáindiskeppendurnir Sveinbjörn og Ulker sömdu um skiptan hlut og var sú síđarnefnda ţó međ tögl og halgdir í lokastöđunni, en var tímanaum og treysti sér ekki í harkiđ gegn svo slćgum skákjöfri sem Sveinbjörn er. Alex Cambray fékk snemma yfirburđatafl gegn Karli sem aldrei fékk rönd viđ reist og náđi ekki teljandi mótspili ţrátt fyrir viđleitni í ţá átt. Haraldur lagđi svo Ágúst međ kóngsbragđ ađ vopni og hinn yngisveinninn, Fannar Breki, beiđ og lćgri hlut í sinni skák sem var gegn Heiđari.

Ţegar tveimur umferđum er ólokiđ eru áđurnefndir ţremenningar efstir og jafnir međ fjóra vinninga, Sveinbjörn, Ulker og Alex hafa ţrjá; Haraldur og Hreinn tvo og hálfan en ađrir minna.

Í sjöttu og nćstsíđustu umferđ sem háđ verđur nćsta sunnudag eigast ţessi viđ:

Andri-Sveinbjörn

Tómas-Ulker

Haraldur-Jón Kristinn

Hreinn-Alex

Heiđar-Gabríel

Ágúst-Fannar

Karl situr hjá

Chess-results 


Óvćnt úrslit og röđun fimmtu umferđar

Nú er öllum skákum fjórđu umferđar Skákţings Akureyrar lokiđ međ viđureign Alex C. orrasonar og Haraldar Haraldssonar. Ţar virtist sá síđarnefndi vera á sigurbraut en gleymdi sér eitt augnablik og féll á tíma, sem ţýđir ađeins eitt; skákin tapast. Eftir...

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband