Ţrímennt á toppnum

Í dag var fimmta umferđ skákţingsins telfd. Á fyrsta borđi tefldi forystusveinninn Andri Freyr viđ Tómas Veigar tefldu báđir snarplega. Andri missti ţó ţráđinn í miđtaflinu og mátti gefa skiptamun fyrir litlar bćtur. Ţá var komiđ ađ Tómasi ađ glopra ţrćđinum niđur en ţegar Andri virtist vera ađ snúa taflinu sér í vil gerđist hann veiđibráđur og lék ţví niđur í tap. Ţeir félagar eru ţví jafnir á toppnum međ fjóra vinninga og í ţeirra hóp slóst einnig Jón Kristinn, sem lagđi Hrein örugglega ađ velli. Dáindiskeppendurnir Sveinbjörn og Ulker sömdu um skiptan hlut og var sú síđarnefnda ţó međ tögl og halgdir í lokastöđunni, en var tímanaum og treysti sér ekki í harkiđ gegn svo slćgum skákjöfri sem Sveinbjörn er. Alex Cambray fékk snemma yfirburđatafl gegn Karli sem aldrei fékk rönd viđ reist og náđi ekki teljandi mótspili ţrátt fyrir viđleitni í ţá átt. Haraldur lagđi svo Ágúst međ kóngsbragđ ađ vopni og hinn yngisveinninn, Fannar Breki, beiđ og lćgri hlut í sinni skák sem var gegn Heiđari.

Ţegar tveimur umferđum er ólokiđ eru áđurnefndir ţremenningar efstir og jafnir međ fjóra vinninga, Sveinbjörn, Ulker og Alex hafa ţrjá; Haraldur og Hreinn tvo og hálfan en ađrir minna.

Í sjöttu og nćstsíđustu umferđ sem háđ verđur nćsta sunnudag eigast ţessi viđ:

Andri-Sveinbjörn

Tómas-Ulker

Haraldur-Jón Kristinn

Hreinn-Alex

Heiđar-Gabríel

Ágúst-Fannar

Karl situr hjá

Chess-results 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband