Geđveik úrslit í geđveiku móti.

Í gćr fór fram geđveikt skákmót á vegum Skákfélags Akureyrar. 18 skákmenn mćttu og tóku ţátt í hrađskák ţar sem tímamörkin voru 5 mín og 3 sek. ađ auki fyrir hvern leik. Ađgangseyrir rann óskertur til Grófarinnar og sumir greiddu meira en fariđ var fram á. Ţađ á viđ um heiđursfélaga, unglinga og venjulega félagsmenn. Samtals söfnuđust ţví 22 ţúsund krónur og tók Eymundur Eymundsson viđ peningunum í mótslok.
Í ţakkarávarpi sínu sagđi Eymundur m.a. „Ţađ gleymist stundum í forvörnum hvađ Skákfélag Akureyrar hefur unniđ frábćrt forvarnarstarf og menn unniđ óeigingjarna vinnu međ börnum og ungmennum gegnum tíđina. Eitt elsta eđa elsta félag Akureyrar hefur veriđ og er mikils virđi fyrir samfélagiđ sem hefur aliđ upp flott ungmenni. Fyrir ţađ ber ađ ţakka.“ Í upphafi móts sagđi Eymundur frá Grófinni og starfseminni sem ţar fer fram. 

Í lok móts voru dregin út verđlaun sem styrktarađilar mótsins gáfu. Kertastjaki og kerti frá Blómabúđ Akureyrar hlaut Haki Jóhannesson. Tafl ađ verđmćti 5000 krónur, sem Penninn Eymundsson gaf, hafnađi hjá Karli Agli Steingrímssyni. Ađ lokum var dregiđ út inneignarnóta frá Joe´s ađ upphćđ kr. 5000.- Ţađ hlaut heiđursmađurinn Smári Ólafsson sem bar sigur úr bítuIMG_0743m í mótinu sjálfu. Hann hafđi lýst ţví yfir fyrir mót ađ hann ćtlađi ađ afsala sér verđlaunum og láta ţau renna til málefnisins. Ţví afhenti hann einum keppanda, Stefáni Júlíussyni, sem gjarnan hefur leitađ til Grófarinnar, vinninginn.

Tefldar voru 9 umferđir eftir monradkerfi og urđu úrslit ţau ađ í 4. sćti lenti Ólafur Kristjánsson međ 6 vinninga. Hann leiddi mótiđ lengi vel og var í 1. sćti í 4 umferđir og tefldi á ţeim tíma glćsilegar skákir en fatađist flugiđ undir lok móts.
Hálfum vinningi og einu sćti ofar, međ 6,5 vinninga varđ Tómas Veigar Sigurđarson.
Í 2. sćti lenti Haraldur Haraldsson međ 7 vinninga og í efsta sćti lenti Smári Ólafsson Hlaut hann 7,5 vinninga af 9 mögulegum.

Mikla athygli vakti gengi hins unga Fannars Breka, sem á laugardag sigrađi á Haustmóti Skákfélagsins í yngri flokkum.   Hlaut Fannar 5 vinninga af 9 mögulegum í gćr og tefldi á 1. borđi í 2 síđustu umferđunum. Máttu margir reyndir kappar líta hann öfundaraugum vegna velgengninnar.

Myndir frá mótinu má finna á Facebooksíđu SA.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband