5. umferđ Skákţingsins:
Mánudagur, 28. janúar 2013
Haraldur međ sitt fyrsta jafntefli
Fimmtu umferđ Skákţings Akureyrar lauk í kvöld međ tveimur skákum, en hinar ţrjár voru tefldar í gćr, sunnudag. Úrslit í skákunum urđu ţessi:
Sigurđur-Símon 0-1
Hreinn-Karl 1/2
Hjörleifur-Jón Kristinn 1-0
Andri-Jakob 1-0
Haraldur-Rúnar 1/2
Ađ venju var hart barist og nokkuđ um óvćnt úrslit í ţessari umferđ. Ţannig varđ forystusauđurinn Haraldur ađ sćtta sig viđ sitt fyrsta jafntefli í skák sinni viđ Rúnar og á hinum endanum var ţađ Hreinn sem lok komst á blađ međ jafntefli viđ Karl. Mađur umferđarinnar var hinsvegar tvímćlalaust Símon Ţórhallsson sem lagđi lćriföđur sinn ađ velli, en rúm 600 stig skilja ţá ađ á stigatöflunni. Jón Kristinn hefur átt erfitt uppdráttar á mótinu og mátti nún játa sig sigrađan af Akureyrarmeistaranum frá í fyrra.
Ţrátt fyrir jafntefliđ er Haraldur enn langefstur međ 4.5 vinning eftir 5 umferđir og hefur eins og hálfs vinnings forskot á ţá Andra Frey og Jakob, sem nú vann sína ţriđju skák í röđ eftir tvö töp í upphafi móts. Sjötta umferđ mótsins er svo tefld strax á morgun og ţá eigast m.a. viđ Jakob og Haraldur og Sigurđur og Andri Freyr.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 29.1.2013 kl. 12:36 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.