Tómas Veigar skákmeistari SA

 nn tomas veigar sigurdarson og sveinbjorn sigurdsson

Nú er nýlokiđ 7. og síđustu umferđ haustmóts SA - Arionbankamótsins. Eins og ráđ var fyrir gert var lokaumferđin ćsispennandi, enda mótiđ afar jafnt. Tómas Veigar hafđi hálfs vinnings forystu ţegar sest var ađ tafli, en vitađ var ađ hann átti viđ ramman reip ađ draga ţar sem Sveinbjörn var sem byggir á rúmlega hálfrar aldar reynslu í viđskiptum viđ kerlinguna Caissu. Skammt á hćla Tómasi kom svo hjörđ blóđţystra skákjöfra og ćtluđu allir sér sigur í skákum dagsins. Smám saman náđu keppinautar hans ađ knýja fram vinning í sínum skákum; Sigurđur A lagđi ađ velli lćrisvein sinn Jón Kristin og nafni hans Eiríksson fékk fórnađ drottningu sinni guđunum fyrir mátsókn gegn Ólafi Kristjánssyni. Ţá vann Ólafsson Smári sitt riddaraendatafl gegn Simanovits hinum bráđgjöra. Voru ţeir félaga ţví ţrír komnir í forystu međ 5 vinninga og Tómas međ altmeister enn í tvísýnum fangbrögđum. Ćddi sá síđarnefndi á Veigarinn međ peđaflóđi miklu og allskyns hótunum. Svo lyktađi ţó bardaganum ađ ţegar Sveinbjörn átti kost á ţví ađ stilla upp jafnri stöđu og hugsanlega knýja fram skiptan hlut (sem hefđi ţýtt fjórskipađa forystu og umfangsmikla úrslitakeppni), ţá varđ honum hugsađ um of til sćlustunda međ skákgyđjunni og náđi ekki ađ ţrýsta á klukkuhnappinn í tćka tíđ. Varđ hann ađ hlíta ţeim grimmu örlögum sem ástmenn Caissu hafa löngum ţurft ađ búa viđ - ađ tapa skákinni. Ţar međ var Tómas Veigar orđinn skákmeistari félagsins í fyrsta sinn. Er hann vel ađ ţeim titli kominn.

Úrslit dagsins og mótsins í heils sinni má annars nálgast hér


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband