Nćstu mót

Nú er sögulegu Skákţingi Akureyrar lokiđ, en tafliđ heldur áfram ţótt örstutt hlé verđi nú á mótahaldi. Ţetta gerist nćst:

Sunnudaginn 18. febrúar kl. 13.00   Hrađskákmót Akureyrar
Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 20.00  Mótaröđ í harđskák; lota 1.
Laugardaginn 24. febrúar og sunnudaginn 25. febrúar er stefnt ađ Skákţingi Akureyrar í yngri flokkum. Nánar auglýst síđar, en tefldar verđa atskákir og verđlaun veitt í tveimur flokkum; eldri f. 2008-2012 og yngri, f. 2013 og síđar. Nánar auglýst síđar.
Helgin 2. og 3. mars er svo undirlögđ Íslandsmóti skákfélaga sem fer fram í Reykjavík. 


Sögulegu skákţingi lokiđ: Markús Orri nýr Akureyrarmeistari

Lokaumferđ Skákţings Akureyrar var tefld í gćr, 8. febrúar. Markús Orri var fyrir umferđina ţegar búinn ađ tryggja sér efsta sćtiđ á mótinu og ţví fyrirséđ ađ hann yrđi sá yngsti sem hampađi titlinum "Skákmeistari Akureyrar" í 87 ára sögu ţessa móts, en Markús verđur 15 ára eftir nokkra daga. 

Hann sló ekki slöku viđ í lokaumferđinni og landađi enn einum sigrinum og lauk ţví mótinu međ fullu húsi vinninga, sjö af sjö. Hann var ţví ţegar upp er stađiđ, heilum tveimur vinningum á undan nćsta manni, Stefáni G. Jónssyni. Ţess má geta til gamans, ađ ţađ er sextíu ára aldursmunur á sigurvegararnum og silfurverđlaunahafanum og sýnir ţađ betur en annađ hvernig skákíţróttin höfđar jafnt til allra aldurshópa.  

Markús2 SŢA24

 

 

 

En úrslitin í lokaumferđinni:
Markús-Vjatsjeslav      1-0
Stefán G-Sigurđur       1/2
Stefán A-Eymundur       1-0
Gođi-Sigţór             1-0
Valur Darri-Damian      0-1

Lokastađan í mótinu:
Markús Orri Óskarsson      7
Stefán G Jónsson           5
Eymundur Eymundsson        4,5
Stefán Arnalds og
Sigurđur Eiríksson         4
Gođi Svarfdal Héđinsson og
Damian Jakub Kondracki     3,5
Ýmir Logi Óđinsson,
Sigţór Árni Sigurgeirsson,
Valur Darri Ásgrímsson og
Vjatsjeslav Kramarenko     2,5
Kristian Már Bernhardsson  1,5

Sjá nánar á chess-results.


Bloggfćrslur 9. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband