Lokasprettur með Sveinbirni

Allt hefur sinn gang - líka skáklífið. Nú líður brátt að lokum skáktíðar þetta vorið, en þó eru tveir stórviðburður eftir. Nú á sunnudaginn kl. 13 - þann 28. maí - komum við saman til uppskeruhátíðar. Þá verða afhent verðlaun og viðurkenningar, við fáum okkur eitthvað gott í gogginn (hefð er fyrir súkkulaði með rjóma og vöfflum!) og svo verður tekið léttara tafl, fyrir þau sem það vilja. bikarSvo þetta lukkist verða einhverjir að mæta. UPPSKERUHÁTÍÐ KL 13 Á SUNNUDAG!

Oft dugir okkur uppskeruhátíðin til að setja punkt aftan við tímabilið, en ekki í þetta sinn. Föstudaginn 2. júní hefst marglofað MINNINGARMÓT UM SVEINBJÖRN SIGURÐSSON. Um það má þetta segja:

Fyrirkomulag: 8 umferðir eftir svissnesku kerfi, umhugsunartími á skák 45 mínútur +15 sekúndur fyrir hvern leik.  

SveinbjörnReiknað til alþjóðlegra atskákstiga

Dagskrá: 

1. umferð, föstudag 2. júní kl. 18.00

2. umferð, föstudag 2. júní kl. 20:30

3. umferð, laugardag 3. júní kl. 11:00

4. umferð, laugardag 3. júní kl. 13:30

5. umferð, laugardag 3. júní kl. 18:00

6. umferð, sunnudag 4. júní kl. 11:00

7. umferð, sunnudag 4. júní kl. 13:30

8. umferð, sunnudag 4. júní kl. 18:00

Þátttökugjald: 3000 kr. fyrir 16 ára og eldri, 1000 fyrir þá yngri.

Verðlaun (að lágmarki):

1. verðlaun kr. 40.000

2. verðlaun kr. 30.000

3. verðlaun kr. 20.000

stigaverðlaun 1800-1999 stig (og stigalausir) 15.000

stigaverðlaun 1799 stig eða minna 15.000

Hver keppandi getur aðeins unnið til einnra verðlauna. Miðað verður við 1)alþjóðleg atskákstig, ef þau verða ekki fyrir hendi verður miðað við 2)alþjóðleg kappskákstig og að lokum við 3)íslensk kappskákstig ef hin stigin eru ekki fyrir hendi. Aðeins þeir sem ekki finnast á eftirtöldum stigalistum teljast stigalausir. 

Skráning inn á skak.is, eða með beinu sambandi við formann félagsins. 


Bloggfærslur 25. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband