Hverfa eða ekki hverfa?

Suður og norður tókust á að venju í árlegri hverfakeppni akureyrskra skákmanna sem háð var þann 29. desember. Hverfaskipting var nokkuð óregluleg þetta árið - en í grunnin byggðist hún þó á því að norðlægum sjónarmiðum var att gegn suðrænum áherslum. Lína var dregin um Þingvallastræti, en þá voru hóparnir misstórir, svo flytja þurfti tvo af norrænu kyni um set og var til þess beitt tilviljunaraðferð sem viðurkennd er í vísinda- og fræðastarfi um allan heim. 

Fyrst var tefld atskák á sex borðum og þar reyndust norðanmenn mun farsælli í jöfnum og tvísýnum skákum. Þeirra sveit var skipuð þeim Jóni Kristni, Símoni, Tómasi Veigari, Karli Agli, Hirti Steinbergs og Grétari Eyþórssyni. Unnu þeir fimm skákir en töpuðu einni. Í tapliðinu voru þeir Áskell, Andri Freyr, Smári, Haki, Hjörleifur og Benedikt frá Bægisá.

Þá var tekin hraðskákrimma með bændaglímufyrirkomulagi og bættist nú Rúnar Sigurpálsson við í syðri hlutann, en Jakob Þór Kristjánsson í þann norðanverða. Var tefld tvöföld umferð með örlitlum forföllum þegar að seinni umferðinni kom. Í þessum rimmum kom styrkur suðrænu sambasveitarinnar í ljós sem vann fyrri umferðina 27-22 og þá síðari 21-15. Fóru þar fremstir þeir Rúnar og Áskell með 11 vinninga af 13, en fremstur í nettu norðansveitinni var Jón Kristinn með 9,5. 

Lauk þar með tafldagskrá ársins 2018. Þráðurinn verður tekinn upp að nýju strax á fyrsta degi næsta árs með nýjársmótinu alkunna. Það hefst kl. 14 á nýjársdag, enda margir enn syfjaðir um eittleytið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband