Hverfa eđa ekki hverfa?

Suđur og norđur tókust á ađ venju í árlegri hverfakeppni akureyrskra skákmanna sem háđ var ţann 29. desember. Hverfaskipting var nokkuđ óregluleg ţetta áriđ - en í grunnin byggđist hún ţó á ţví ađ norđlćgum sjónarmiđum var att gegn suđrćnum áherslum. Lína var dregin um Ţingvallastrćti, en ţá voru hóparnir misstórir, svo flytja ţurfti tvo af norrćnu kyni um set og var til ţess beitt tilviljunarađferđ sem viđurkennd er í vísinda- og frćđastarfi um allan heim. 

Fyrst var tefld atskák á sex borđum og ţar reyndust norđanmenn mun farsćlli í jöfnum og tvísýnum skákum. Ţeirra sveit var skipuđ ţeim Jóni Kristni, Símoni, Tómasi Veigari, Karli Agli, Hirti Steinbergs og Grétari Eyţórssyni. Unnu ţeir fimm skákir en töpuđu einni. Í tapliđinu voru ţeir Áskell, Andri Freyr, Smári, Haki, Hjörleifur og Benedikt frá Bćgisá.

Ţá var tekin hrađskákrimma međ bćndaglímufyrirkomulagi og bćttist nú Rúnar Sigurpálsson viđ í syđri hlutann, en Jakob Ţór Kristjánsson í ţann norđanverđa. Var tefld tvöföld umferđ međ örlitlum forföllum ţegar ađ seinni umferđinni kom. Í ţessum rimmum kom styrkur suđrćnu sambasveitarinnar í ljós sem vann fyrri umferđina 27-22 og ţá síđari 21-15. Fóru ţar fremstir ţeir Rúnar og Áskell međ 11 vinninga af 13, en fremstur í nettu norđansveitinni var Jón Kristinn međ 9,5. 

Lauk ţar međ tafldagskrá ársins 2018. Ţráđurinn verđur tekinn upp ađ nýju strax á fyrsta degi nćsta árs međ nýjársmótinu alkunna. Ţađ hefst kl. 14 á nýjársdag, enda margir enn syfjađir um eittleytiđ. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband