Haustmótiđ: Ţrír međ fullt hús eftir ţrjár umferđir

Í dag fór ţriđja umferđ haustmótsins fram. Var ađ vanda hart barist og enn hefur ekkert jafntefli litiđ dagsins ljós.
Fyrstu skákinni lauk frekar fljótt eftir ađ Símon hafđi unniđ nokkurt liđ af Hilmi. Símon sigldi skákinni ţćgilega í örugga höfn međ svörtu mönnunum og hafđi sigur.
Meiri dramatík var í skák Andra og Bensa. Andri tefldi byrjunina ónákvćmt og Benedikt nýtti sér ţađ til fulls og vann mann og peđ. Eftir ţađ linađi hann tökin og Andra tókst ađ snúa laglega á Benedikt og snúa taflinu sér í vil og hafđi ađ lokum sigur.
Í skák Sigurđar og Áskells kom upp stađa sem Áskell hafđi skođađ sérstaklega. Hann jafnađi tafliđ frekar auđveldlega međ svörtu og náđi frumkvćđinu. Í miđtaflinu missti Sigurđur af millileik sem hefđi getađ flćkt tafliđ töluvert međ fćrum fyrir báđa. Eftir ţađ fórnađi Áskell skiptamun og fékk gjörunna stöđu. Úrvinnslan varđ ekkert vandamál og Áskell vann sannfćrandi.
Í skák Elsu og Smára varđ Smári fyrir ţví ađ leika af sér peđi í byrjuninni. Elsa hirti ţađ og hafđi ađ auki frumkvćđiđ. Hún tefldi af festu og jók pressuna jafnt og ţétt uns stađan hjá Smára hrundi.

Úrslit urđu ţví ţannig:

Sigurđur – Áskell 0-1
Andri – Benedikt 1-0
Símon – Hilmir 1-0
Elsa – Smári 1-0

Stađan er ţá ţannig ađ Andri, Áskell og Símon eru efstir og jafnir međ fullt hús vinninga eftir ţrjár umferđir. Sigurđur hefur tvo vinninga, Elsa María einn en Hilmir, Benedikt og Smári eru ekki enn komnir á blađ ţrátt fyrir góđ tćkifćri.

Nćsta umferđ verđur tefld á fimmtudag. Ţá eigast viđ:
Áskell og Smári
Hilmir og Elsa
Benedikt og Símon
Sigurđur og Andri.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband