Andri og Rúnar efstir og jafnir á skákţinginu!

Ţađ var mikiđ undir í sjöundu og síđustu umferđ 81. Skákţings Akureyrar í dag. Rúnar Sigurpálsson, sem síđast varđ Akureyrarmeistari áriđ 2010, hafđi hálfs vinnings fortskot á Andra Frey Björgvinsson, tvítugan pilt sem hefur veriđ í mikilli framför en á enn eftir ađ vinna stóran titil. Rúnars beiđ hinsvegar ţađ erfiđa hlutskipti ađ verjast međ svörtu mönnunum gegn Jóni Kristni Ţorgeirssyni,  stigahćsta manni mótsins og meistara síđustu tveggja ára.  Rúnari voru mjög mislagđar hendur í skákinni og mátti leggja niđur vopnin eftir stutta baráttu.   Andri stóđ ţá međ pálmann í höndunum, hann myndi hreppa titilinn eftirsótta međ sigri í sinni skák. Hann atti hinsvegar kappi viđ Símon Ţórhallsson, sem sannarlega P1020166var sýnd veiđi en ekki gefin, enda búinn ađ velgja forustusauđum rćkilega undir uggum fyrr á mótinu. Andri virtist um hríđ eiga allskostar viđ Símon, en eftir snjallan leik hjá hinum síđarnefndra hallađi á Andra og var stađa hans töpuđ um tíma. Símon brenndi ţó af í dauđafćri og gaf andstćđingi sínum kost á ţví ađ sigla taflinu í jafnteflishöfn. Í ţriđju skák dagsins vann Haraldur Haraldsson sigur á  Benedikt Stefánssyni. Lokastađan er ţví sem hér segir:

1-2. FM Rúnar Sigurpálsson og Andri Freyr Björgvinsson 4,5

  1. FM Jón Kristinn Ţorgeirsson 4

4-5. Símon Ţórhallsson og Sigurđur Eiríksson                     3

  1. Haraldur Haraldsson 2
  2. Benedikt Stefánsson 0

Ţeir Rúnar og Andri ţurfa ţví ađ heyja aukakeppni um meistaratitilinn. Sú keppni bíđur ţess ađ Íslandsmóti skáklfélaga ljúki, en ţađ verđur háđ í Reykjavík um nćstu helgi. Ţađ á Skákfélagiđ tvćr sveitir í fyrstu deild og stendur í harđri barátti.

Myndin er af hinni dramatísku viđureing Andra (t.v.) og Símonar(t.h.)

Lokastöđuna má sjá hér


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband