Rúnar kominn í 1. sćti

 

SjöttIMG_0669a og nćst síđasta umferđ Akureyrarmótsins í skák fór fram í Skákhöllinni í dag. Ţrjár skákir voru tefldar en Jón Kristinn Ţorgeirsson sat yfir og nýtti tímann til ađ tefla á Norđurlandamótinu í skólaskák. Var fylgst međ lokaskákinni í beinni útsendingu á međan á umferđinni stóđ. Jón gerđi jafntefli gegn dönskum skákmanni og endađi í ţriđja sćti í sínum flokki.

Hér heima áttust viđ Benedikt og Sigurđur E., Símon og Haraldur og Rúnar og Andri.
Benedikt lenti í dálítilli beyglu gegn Sigurđi og ţurfti ađ láta mann fyrir tvö peđ. Skömmu síđar missti hann af ţví ađ Sigurđur gat skákađ af honum annan mann og var ţá tilgangslaust ađ halda baráttunni áfram.
Í skák Símonar og Haraldar var lengi vel ţung undiralda. Í endatalinu náđi Símon ađ tefla glimrandi vel og virkja kónginn sinn. Hafđi hann biskup gegn riddara í opinni stöđu međ peđ á báđum vćngjum. Reyndist biskupinn sterkari og svo fór ađ Haraldur varđ ađ gefast upp ţegar einsýnt var ađ Símon nćđi ađ vekja upp drottningu.

Mesta athygli vakti skák Rúnars og Andra. Fyrir umferđina var Andri einn efstur međ fullt hús vinninga en Rúnar fylgdi á hćla honum međ hálfum vinningi meira. Svo fór ađ Andri virtist jafna tafliđ nokkuđ auđveldlega međ svörtu en tefldi fyrri hluta miđtalfsins ekki nógu vel og lék af sér peđi. Skákin var ţó fjćrri ţví ađ vera lokiđ og ýmsar víđsjár um allt borđiđ. Smátt og smátt tókst Rúnari ađ bćta stöđu sína og náđi ađ opna g-línuna og ná kóngssókn sem Andri gat ekki stađist. Stađa hans hrundi og Rúnar stóđ uppi sem sigurvegari.
Rúnar leiđir nú mótiđ međ 4,5 vinninga en Andri hefur 4 vinninga. Ţeir berjast ţví enn um titilinn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband