Spennan magnast fyrir lokaumferđ Norđurorkumótsins

Á sunnudaginn fer fram lokaumferđ í vel mönnuđu og skemmtilegu Norđurorkumóti, Skákţingi Akureyrar 2015. Ţví er rétt ađ fara ađeins yfir gang mála í toppbaráttunni.

Hinn ungi Jón Kristinn Ţorgeirsson (2059) leiđir mótiđ eftir 6 umferđir. Hann hefur ađeins leyft eitt jafntefli og unniđ hinar fimm skákirnar. Jafntefliđ var viđ stigahćsta mann mótsins, formanninn Áskel Örn Kárason. Athygli hefur vakiđ ađ Jokkó hefur iđulega fengiđ heldur verra og stundum mikiđ verra út úr byrjununum. Styrkleiki hans liggur e.t.v. í mikilli baráttu og hörku sem og útsjónarsemi. Hann hefur teflt miđtöflin af miklu öryggi og metur stöđurnar rétt. Fyrir frammistöđu sína hefur hann grćtt 72 skákstig og árangur hans samsvarar 2347 skákstigum. Í lokaumferđinni stýrir hann svörtu mönnunum gegn Smára.

Stigahćsti keppandi mótsins, Áskell Örn Kárason (2271) er í öđru sćti. Hann hefur hálfum vinningi minna en Jón Kristinn. Hann er enn taplaus í mótinu en hefur gert tvö jafntefli. Ţau voru viđ hina ungu Jón og Símon. Ađrar skákir vann hann á sannfćrandi hátt. Hann hefur aldrei lent í verulegri taphćttu nema gegn Símoni. Ađ auki verđur ađ telja ađ hann hafi haft unna stöđu um tíma gegn Jóni. Frammistađa formannsins jafngildir 2209 skákstigum og hefur hann tapađ 3 skákstigum. Í lokaumferđinni mćtir hann Ólafi og hefur hvítt.

Ólafur Kristjánsson (2118) er í ţriđja sćti mótsins međ 4,5 vinninga. Hann á enn möguleika á ađ vinna mótiđ ef hann vinnur síđustu skák sína og Jón tapar. Ţetta er ţví allt innan fjölskyldunnar. Ólafur hefur teflt vel og skemmtilega í mótinu en orđiđ fyrir ţví ađ leika af sér. Ţađ hefur kostađ hann vinning á móti Jóni og hálfan vinning á móti Símoni. Ţessir afleikir hafa kostađ hann 9 skákstig. Eins og áđur segir fćr hann Áskel í síđustu umferđinni og stýrir svörtu mönnunum.

Símon Ţórhallsson (1961), Haraldur Haraldsson (1957) og Smári Ólafsson (1972) eru jafnir í 4. til 6. sćti međ 4 vinninga.

Símon hefur teflt gríđarlega vel í mótinu og fengiđ ljómandi góđar stöđur. Óhćtt er ađ segja ađ í öllum skákum mótsins hafi hann um tíma haft umtalsvert betri stöđur. Stöđumat hans er gott og byrjunaţekking til fyrirmyndar. Stćrsti gallinn hjá honum er ađ hann hefur misst af taktískum leikjum sem hefđu getađ tryggt honum unniđ tafl. Á móti Ólafi missti hann af hróksfórn í 29. leik (29. Hxh6) og á móti Áskeli missti hann af 28…Dd1. Aftur á móti lét hann ekki fara fram hjá sér skemmtilega fórn sem tryggđi honum jafntefli á móti Ólafi. Framtíđin er björt hjá ţessum unga skákmanni sem hefur grćtt 28 skákstig á mótinu. Í lokaumferđinni mćtir hann Haraldi og hefur svart.

Haraldur hefur tapađ fyrir tveimur efstu mönnum mótsins en unniđ ađrar viđureignir. Árangur hans er nokkuđ á pari viđ skákstig hans. Hann var í 6. sćti styrkleikalistans og er međ tćplega 1 skákstig í gróđa. Lokaskákin skiptir hann ţví miklu máli. Ţar hefur hann hvítt gegn Símoni.

Smári er, líkt og Haraldur, nánast á pari viđ styrkleikalistann fyrir mót. Hann fćr verđugt verkefni í lokaumferđinni ţegar hann mćtir Jóni Kristni og stýrir hvítu mönnunum. Fyrir utan skákina í fyrstu umferđ, ţar sem hann lék illa af sér, hefur hann teflt vel í mótinu.

Ofangreindir sex skákmenn voru einnig í sex efstu sćtum styrkleikalistans fyrir mótiđ og tefla innbyrđis í lokaumferđinni. Í 7. sćti mótsins, međ 3,5 vinninga, er Ulker Gasanova (1616). Hún var í 14. sćti styrkleikalistans og má ţví segja ađ hún hafi komiđ manna og kvenna mest á óvart í mótinu. Hún er međ 41 skákstig í gróđa og hefur ađeins tapađ einni skák. Skák hennar í 6. umferđ gegn Sigurđi er međ ţeim fjörugri í mótinu. Ţađ er virkilega ánćgjulegt ađ Ulker skuli hafa snúiđ aftur ađ skákborđinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband