Jón međ silfur í Fćreyjum

Í dag lauk Norđurlandamótinu í skólaskák sem tefld var um helgina í Fćreyjum. Teflt var í fimm flokkum, tveir keppendur frá hverju Norđurlandanna í hverjum flokki. Viđ Skákfélagsmenn áttum 2 keppendur í mótinu og kepptu ţeir í A- og B-flokkum.

Í flokki A voru keppendur fćddir 1995-1997. Ţann flokk vann Dagur Ragnarsson og óskar Skákfélagiđ honum hér međ til hamingju međ frábćran árangur. Hann fékk 5 vinninga í 6 skákum. Í ţessum flokki tefldi einnig stórmeistarabaninn Mikael Jóhann Karlsson. Ţeir félagar tefldu saman í síđustu umferđ og tryggđi Dagur sér sigur međ ţví ađ vinna Mikka og ţví ergir ţetta tap okkur ekki svo mikiđ. Annars stóđ Mikael sig nánast á pari viđ ţađ sem viđ mátti búast af styrkleikalistanum. Hann hlaut 3 vinninga af 6 mögulegum og endađi 6. sćti. Ţađ er sćti neđar en styrkleikalistinn spáđi fyrir um. Mikael tapar 4 skákstigum á mótinu sem er ađeins brot af ţví sem hann vann sér inn međ frábćrri frammistöđu á Skákţingi Reykjavíkur.

B-flokkurinn var fyrir keppendur sem fćddir eru 1998-1999. Ţar áttum viđ einnig einn keppanda. Hann er á yngra árinu og heitir Jón Kristinn Ţorgeirsson. Hann tefldi mjög vel á mótinu og endađi í 2. sćti á eftir Fide-meistaranum Lars Oskar Hauge. Ţeir gerđu reyndar jafntefli í 1. umferđ mótsins en Hauge ţessi er međ 2362 alţjóđleg skákstig. Auk silfursins í sínum flokki fékk Jón 71 skákstig í hattinn og árangurinn samsvarađi 2289 skákstigum.
Til hamingju međ árangurinn!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband