Norđurorkumótiđ

Í dag fór fram 3. umferđ Norđurorkumótsins, Skákţings Akureyrar 2015.

Á 1. borđi áttust viđ Haraldur og Áskell. Hvítur fékk örlítiđ betra út úr byrjuninni en svarta stađan var traust. Haraldur teygđi sig of langt í sigurtilraunum sínum. Hann fórnađi manni en sú fórn stóđst einfaldlega ekki og Áskell gaf engin fćri á sér eftir ţađ og vann skákina.

Á 2. borđi fór fram mikil spennuskák. Ólafur stýrđi hvítu mönnunum gegn Jóni Kr. Ólafur tefldi af miklum krafti og fékk umtalsvert betra úr byrjuninni en Jón varđist vel. Ólafur missti peđ en hafđi frumkvćđiđ Kóngsstađa beggja var nokkuđ hćpin, einkum ţó kóngsstađa hvíts. Skömmu síđar fórnađi Ólafur manni sem Jón tók ekki. Eftir ţađ komu upp miklar flćkjur. Hvítur vann skiptamun en ţá var Jón búinn ađ hrifsa frumkvćđiđ og Ólafur gaf skiptamuninn til baka. Upp úr ţví fékk Jón samstćđ frípeđ á miđborđinu sem Ólafur réđ ekki viđ og gafst upp eftir 44 leiki.

Á 3. borđi Kepptu Hjörleifur og Símon. Eftir ţunga stöđubaráttu vann Símon peđ í miđtaflinu og fékk betri biskup. Ţá afréđ Hjörleifur ađ láta drottningu sína fyrir tvo hróka en svarta drottningin varđ mjög virk. Símon töfrađi hrađa i eitt af peđunum sínum sem óđ upp í borđ og Hjörleifur ţurfti ađ lúta í gras.

Á 4. borđi mćttust Smári og Kristján. Upp kom Sikileyjarvörn og fékk Smári snemma betra tafl og stýrđi skákinni örugglega til sigurs.

Á 5. borđi tefldu Haki og Jakob. Skákin varđ fjörug eftir fremur rólega byrjun ţar sem báđir keppendur vildu helst ekki leika peđum sínum nema um einn reit í einu. Reyndar gerđist ţađ bara einu sinni fyrir utan byrjunarleikina 1.e4 og 1...e5. Eftir 20 leiki fékk Jakob hrók og tvö peđ fyrir tvo menn. Jakob fékk frípeđ á kóngsvćng en Haka tókst ađ skorđa ţau og sćttust ţeir ţá á jafntefli eftir 38 leiki.

Á 6. borđi stýrđi Andri hvítu mönnunum gegn Loga. Lítil flétta snemma tafls fćrđi Andra yfirburđastöđu og átti hann ekki í teljandi vandrćđum međ ađ landa sigrinum.

Á 7. borđi tókust á Eymundur og Sigurđur. Ţeir fóru fljótlega út af trođnum slóđum. Var lengi allt í járnum en Sigurđur var árćđnari og náđi ögn betri stöđu. Ţá lék Eymundur illa af sér í 27. leik, tapađi peđi og Sigurđur fékk betra tafl sem dugđi til sigurs eftir ađ honum tókst ađ mynda sér frípeđ á a-línunni.

Á 8. borđi átti ađ fara fram skák milli Hreins og Sveinbjarnar. Skákinni var frestađ vegna veikinda ţess fyrrnefnda og ţurfa ţeir ađ ljúka skákinni eigi síđar en á ţriđjudag.

Á 9. Borđi Stýrđi Benedikt hvítu mönnunum gegn Karli. Bensi vann peđ snemma tafls og fékk betri stöđu. Eftir ađ Karl lék hrók sínum á 6. reitaröđ gat hvítur fengiđ yfirburđastöđu en valdi ranga leiđ og fór niđur í logum.

Á 10. borđi kepptu Ulkerog Gabríel. Gabríel fórnađi manni sem Ulker leit ekki viđ. Skömmu síđar missti Gabríel af vinningsleik ţar sem hann gat unniđ drottningu Ulkers. Hann var samt međ fína stöđu ţar til hann lék af sér riddara og tapađi.

Fimm skákir unnust ţví á svart en ađeins tvćr á hvítt, ein skák endađi međ jafntefli og einni skák er ólokiđ.

Jón Kristinn, Áskell og Símon eru allir međ fullt hús eftir ţrjár umferđir. Ólafur, Haraldur, Andri og Smári hafa tvo vinninga, Haki, Jakob, Karl, Ulker og Sigurđur hafa 1,5 vinninga, Hjörleifur, Logi og Kristján hafa einn vinning, Hreinn og Sveinbjörn hafa hálfan vinning hvor og óteflda innbyrđis skák. Eymundur, Gabríel, Benedikt og Oliver eru međ hálfan vinning.
Röđun verđur tilkynnt um leiđ og Hreinn og Sveinbjörn ljúka sinni skák.

Nćsta umferđ fer fram fimmtudaginn 5. feb. kl. 18.00.

http://chess-results.com/tnr158952.aspx?lan=1&art=1&rd=3&wi=821

Skákir mótsins hingađ til:


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband