Norđurlandameistarar úr Skákfélaginu!

Íslenska ungmennalandsliđiđ í skák varđ um helgina Norđurlandameistari í skólaskák. Teflt var á Hótel Lególandi í Billund viđ góđar og skemmtilegar ađstćđur. Lokaumferđin var afar spennandi en Danir og Svíar veittu Íslendingum harđa keppni. Um miđja umferđina leit út fyrir ađ Danir yrđu meistarar en ţá snéru Íslendingar nokkrum skákum sér í hag og enduđu einum og hálfum vinningi á undan Dönum sem hrepptu silfriđ. Svíar fengu svo brons.

Lokastađan:

1.      Ísland 35˝ v.

2.      Danmörk 34 v.

3.      Svíţjóđ 33 v.

4.      Noregur 32˝ v.

5.      Finnland 30 v.

6.      Fćreyjar 15 v.

Liđ Norđurlandameistaranna skipuđu: Mikael Jóhann Karlsson, Nökkvi Sverrisson, Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Jón Kristinn Ţorgeirsson, Dawid Kolka, Hilmir Freyr Heimisson, Felix SteinţórssonVignir Vatnar Stefánsson og Mykael Kravchuk. ´

Tveir af strákunum 10 kpmu úr Skákfélagi Akureyrar. Ţađ eru ţeir Mikael Jóhann og Jón Kristinn. Hinir komu úrr Skákfélaginu GM Helli. Taflfélagi Reykjavíkur, Skákdeild Fjölnis og Taflfélagi Vestmannaeyja,

Ţađ ţótti viđ hćfi ađ Jón Kristinn tćki viđ bikarnum fyrir hönd okkar ţar sem hann var međ bestan árangur Íslensku keppendanna mćlt međ frammistöđumati miđađ viđ ELO stig.

Mikael Jóhann var 7. stigahćsti keppandinn í sínum flokki og endađi međ 3,5 vinninga sem dugđi honum í 4. sćtiđ. Nökkvi hlaut jafnmarga vinninga og endađi sćti ofar. Mikael tefldi vel allt mótiđ en varđ fyrir slysalegu tapi í 5. umferđ.

Jón Kristinn var frábćr í mótinu. Í fáeinum skákum fékk hann ţó heldur verri stöđu úr byrjuninni en sýndi ţá úr hverju hann er gerđur og endađi međ fjóra og hálfan vinning og hlaut silfurverđlaun í sínum flokki.  Flott frammistađa hjá honum og greinilegt ađ hann er mun sterkari skákmađur en stigin segja til um.  Hann var 6. stigahćsti skákmađurinn í sínum flokki og endađi taplaus í 2. sćti međ 4,5 vinninga. Árangurinn fćrir honum 29,7 alţjóđleg skákstig.

Skákfélag Akureyrar óskar sínum mönnum og öllu íslenska liđinu til hamingju međ árangurinn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband