Eins peðs fleygur

Haustmót 2013 003

Fimmtudaginn 13. febrúar verður haldinn skákfyrirlestur í salarkynnum Skákfélags Akureyrar. Að þessu sinni verður miðtaflsfyrirlestur og þemað er nokkuð óvenjulegt. Sjónum verður beint að því þegar peði er leikið yfir miðlínu án þess að auðvelt sé að valda það með öðru peði og án þess að það eigi framtíð fyrir sér sem frípeð. Slíkt er gert til að reka fleyg í stöðu andstæðingsins og trufla liðsskipan hans. Þetta er tvíeggjað bragð því erfitt getur verið að verja peðið. Ef skákin fer út í endatafl hefur sá bíræfni brennt brýr að baki peðinu og það verður veikleiki. Hvenær er þetta réttlætanlegt og hvenær er þetta fífldirfska?

Í fyrirlestrinum verður farið yfir nokkrar skákir með mismunandi byrjunum og reynt að kryfja þemað. Meðal þeirra sem eiga skákirnar eru fyrrum heimsmeistarar eins og Fischer, Spassky, Tal og Kasparov.

Gert er ráð fyrir að áhorfendur komi með tillögur og innlegg eftir því sem aðstæður leyfa. Herlegheitin hefjast kl. 20.00 í suðurenda skákhallarinnar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband