Frábćr árangur í Rimaskóla!

Eins og vel er kunnugt fór fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fram í Rimaskóla um sl. helgi. Ađ ţessu sinni mćtti Skákfélagiđ til leiks međ fjórar sveitir og tefldi A-sveitin í 1. deild, B-sveitin í 3. deild og C- og D-sveitirnar í 4. deild.  Allar sveitirnar náđu mjög góđum árangri í ţetta sinn og hefur stađa félagsins á ţessum vettvangi sjaldan veriđ betri en nú ađ loknum fyrri hluta mótsins. Meirihluti liđsmanna var ađ bćta sig verulega og stigahćkkun umtalsverđ.   

mjk_og_stebbi.jpgUm árangur einstakra sveita er ţetta ađ segja:

A-sveitin, sem hafnađi í nćstneđsta sćti í 1. deild í fyrra og hefđi ţurft ađ tefla í 2. deild ef ekki vćri fyrir fjölgun í 1. deildinni, vann nú fjórar viđureignir af fimm (alls verđa tefldar 9 umferđir í 1. deild). Mótiđ hófst međ tapi gegn Íslandsmeisturum Víkingaklúbbsins sem ţó gat jafngilt sigri, ţví 2.5 vinningur kom í hús, sem er frábćr árangur. Í hinum viđureignunum vannst sigur á  Fjölni og b-sveit GM Hellis međ minnsta mun, óvenju stór sigur gegn TR (5-3) og loks 7-1 sigur gegn Vinaskákfélaginu, sem líklega er okkar stćrsti sigur í 1. deild um mjög langt árabil.   Af liđsmönnum sveitarinnar náđu fimm menn frábćrum árangri, Thorbjřrn Bromann, _k_gylfi.jpgRúnar Sigurpálsson, Halldór B. Halldórsson, Gylfi Ţórhallsson og Mikael J. Karlsson. Ţeir fengu 3,5-4,5 vinninga í fimm skákum og hćkka allir verulega á stigum fyrir árangurinn, Mikael mest, eđa um 25 stig. Sveitin er nú í 5. sćti međ 23,5 vinninga og 8 stig og á međ sama áframhaldi möguleika á ađ hafna í fjórđa sćti ţegar mótinu lýkur 1. mars á nćsta ári. Danski alţjóđameistarinn Bromann, sem hefur veriđ félaginu drjúgur liđsmađur til margra ára, stefnir hrađbyri ađ stórmeistaraáfanga á mótinu og Rúnar Sigurpálsson er í fćrum til ađ ná alţjóđlegum áfanga.  Ţađ sama má reyndar segja um Halldór Brynjar. Öll einstaklingsúrslit má sjá hér.

B-sveitin er í öđru sćti í 3. deild og er árangur hennar ađ vonum, enda skipuđ öflugum skákmeisturum, sem sumir hafa veriđ međal helstu merkisbera félagsins um langt árabil. Sveitin hefur sex stig af átta mögulegum og 16,5 vinninga, meira en nokkur önnur sveit í deildinni. Flesta vinninga liđsmanna hefur hin gamalreynda kempa Ólafur Kristjánsson, 3,5 í fjórum skákum.  Ţá var sérlega gleđilegt ađ sjá Akureyrarmeistarann Harald Haraldsson tefla nú sínar fyrstu skákir fyrir félagiđ í ţessari keppni. Sveitin er í harđri baráttu um sćti í 2. deild ađ ári. Úrslit á öllum borđum má sjá hér.

jkr_og_smari.jpgC- og D-sveitirnar eru í 2. og 3. sćti í 4. deild  međ sex stig af átta og eru ţví í hörkubaráttu um ţriđjudeildarsćti, en eftir ţví sem nćst verđur komist flytjast fjórar sveitir upp um deild.  Vinningshlutfall beggja sveita er mjög hátt, eđa 18 vinningar hjá D-sveitinni og 17,5 hjá C-sveitinni. Ţađ eru ungu mennirnir sem fóru hamförum í vinningasöfnuninni,  ţeir Jón Kristinn Ţorgeirsson og Andri Freyr Björgvinsson fengur 3,5 vinning og Símon Ţórhallsson 3, allir í fjórum skákum. Logi Rúnar Jónsson var ţó međ enn betra vinningshlutfall, en hann vann allar ţćr ţrjár skákir sem hann tefldi og fjórđi vinningurinn kom svo í hús ţegar andstćđingur hans mćtti ekki til leiks í síđustu umferđinni! Ţá skiluđu tveir gamlir félagar sem í haust gengur aftur í rađir félagsins, Loftur Baldvinsson og Eymundur Eymundsson, góđu verki, sá fyrrnefndi 3,5 vinningi og sá síđarnefndi 2,5 (í ţremur skákum).  Ţessir tveir hafa áđur gert garđinn frćgan međ félaginu, en alveg glćnýr liđsmađur kom nú til liđs viđ d-sveitina, Einar Guđmundsson og stóđ sig međ mikilli prýđi.  Öll úrslit hjá C-sveit hér og D-sveit hér.

Allt er ţetta mjög ánćgjulegt og eykur félagsmönnum bjartsýni. Eflaust eru ástćđurnar fyrir velgengninni fjölmargar, en víst er ađ margir skákfélagsmenn voru hreinlega í stuđi um helgina. Ungu mennirnir eru í mikilli framför, ţeir eldri halda vel sínum styrk og nýir liđsmenn reynast félaginu drjúgir.   Í samanburđi viđ önnur félög munar okkur um ađ útlendingum hefur nú fćkkađ í keppninni og eru nú ađ hámarki tveir í hverri sveit. Ţetta hefur ekki veikt okkur ţar sem viđ höfum lagt minni áherslu á ađ skreyta okkar A-sveit međ ofurstórmeisturum erlendis frá en flest önnur félög.

Formađurinn óskar ykkur til hamingju međ góđan árangur, félagar!

(Myndum međ pistlinum var rćnt úr myndaalbúmi mótsins. Ţćr tókHelgi Árnason skólastjóri Rimaskóla)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband