Jón Kristinn skólaskákmeistari Lundarskóla

Skólaskákmót Lundarskóla fór fram í gćr, 24. mars. Keppendur voru alls 15 og voru telfdar fimm umferđir á mótinu.

Úrslit urđu ţessi

1. Jón Kristinn Ţorgeirsson, 6. bekk 5 v.
2-3. Ísak Freyr Valsson og Bjarki Kjartansson, 10 bekk 4 v.
4-8. Svavar Kári Grétarsson, Ólafur Pétur Ólafsson, Otto Tulinius, Bjarki Snćr Kristjánsson, 10. bekk og Steinar Gauti Ţórarinsson, 9. bekk fengu allir 3 vinninga.
9. Anna Mary Jónsdóttir, 3. bekk 2,5 v.

Jón Kristinn Ţorgeirsson og Hersteinn HeiđarssonJón Kristinn er ţví skólaskákmeistari Lundarskóla í ár. Hann er jafnframt sigurvegari í yngri flokki, en ţar hafnađi Anna Mary í öđru sćti og Gunnar ađalgeir Arason í ţví ţriđja. Í eldri flokki bar Ísak Freyr sigur úr býtum efstri stigaútreikning, en Bjarki, sem varđ jafn honum ađ vinningum, varđ annar. Margir voru jafnir ađ vinningum í 3. sćti, en stigahćstur ţeirra var Svavar Kári.

Skólaskákmót Akureyrar mun fara fram mánudaginn 4. apríl kl. 16.30 í yngri flokki (1-7. bekkur) og ţriđjudaginn 5. apríl kl. 17.00 í eldri flokki (8-10. bekkur). Rétt til ţátttöku eiga ţeir sem hafa orđiđ í fyrsta og öđru sćti í hvorum flokki á ţeim skólamótum sem fariđ hafa fram ađ undanförnu. Ađrir áhugasamir keppendur eru einnig velkomnir, međan húsrúm leyfir. 3-4 efstu menn í hvorum flokki mun svo taka ţátt í kjördćmismóti í skólaskák sem háđ verđur á Akureyri 30. apríl nk. Á ţví móti verđur skoriđ úr ţví hverjir fara á Íslandsmót í skólaskák sem háđ verđur í Vestmannaeyjum dagana 4-6. maí nk., en á ţađ mót munu fara tveir keppendur frá Norđurlandi eystra í hvorn flokk.

Sveitakeppni grunnskóla á Akureyri mun svo verđa telfd 12. og 13. apríl. Keppt verđur í 4ra manna sveitum og er fjöldi sveita frá hverjum skóla ekki takmarkađur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband