Pistill formanns um Íslandsmót skákfélaga.

Um síđustu helgi var 1-4. umferđ á Íslandsmóti skákfélaga (áđur deildakeppninni) háđ í Rimaskóla í Reykjavík. Eins og í fyrra sendi Skákfélagiđ fjórar sveitir til keppni. A-sveitin tefldi á ný í fyrstu deild eftir ađ hafa gert stuttan stans í ţeirri annarri í fyrra - reyndar í fyrsta skipti í sögu félagsins. B-sveit og C-sveit tefldu í 3. deild og var sú síđarnefnda öll skipuđ skákmönnum sem komnir eru yfir sextugt. Loks tefldi D-sveitin í 4. deild, en hún var öll skipuđ unglingum, 11-15 ára.

Í heildina var árangur okkar manna vel viđunandi. Fyrirfram mátti gera ráđ fyrirađ A-sveitin yrđi í harđri fallbaráttu, en hún er ađ loknum fjórum umferđum af sjö í 6. sćti og getur forđast fall ef hún heldur sig ţar.  Ţađ er okkur mikiđ kappsmál ađ halda okkur í hópi sterkustu skákfélaga landsins, ţar sem félagiđ á tvímćlalaust heima.  Sveitin var ágćtlega skipuđ ţótt viđ söknuđum Ólafs Kristjánssonar og danska alţjóđameistarans Torbjřrns Bromanns, sem oftast hefur teflt á 1. borđi fyrir okkur undanfariđ, og ţađ međ góđum árangri. Ţađ var gleđilegt ađ Jón Garđar Viđarsson, sem lítiđ hefur telft undanfarin ár, telfdi eina skák fyrir félagiđ.  Tveir félagsmenn komu erlendis frá, danirnir Carstensen og Aabling-Thomsen og er sá síđarnefndi nýr međ félaginu, en Carstensen hefur telft nokkrum sinnum međ okkur áđur og hefur reynst traustur liđsmađur. Ţeir eru félagar Bromanns í Bronhřj Skakklub, en danska „útibúiđ" okkar hefur annars veriđ í tryggri umsjón félaga Flóvins Nćs, sem einmitt sleit sínum fyrstu skákskóm hér á Akureyri.

Í fyrstu umferđ öttum viđ kappi viđ Hauka, sem viđ vissum ađ afar mikilvćgt var ađ hafa undir í fallbaráttunni. Ţar náđist sigur međ minnsta mun. Í nćstu umferđ var teflt viđ stórmeistaraliđ Vestmannaeyinga, sem hefur forystu á mótinu. Ţar gekk okkur flest í mót. Yđar einlćgur náđi reyndar ađ leggja Helga Ólafsson ađ velli í spennandi skák, en allar ađrar skákir töpuđust, ţrátt fyrir vćnlegar stöđur á sumum borđum, s.s. hjá Carstensen á 1. borđi, Stefáni Bergssyni á 5. borđi og Sigurđi Arnarsyni á ţví 7. KR-ingar biđu okkar svo í 3. umferđ og ţar leit lengi vel út fyrir góđan sigur okkar manna, en svo fór ađ ţeir náđu jöfnu. Munađi ţar mestu um afar ófarsćl endalok í skák Ţórs Valtýssonar á 8.borđi, sem lengi var međ gjörunniđ endatafl, en missti ţađ niđur í tap. Ţar semKR-ingar eru annađ af ţeim liđum sem viđ ţurfum ađ hafa fyrir aftan okkur, voru ţessi úrslit nokkur vonbrigđi. Í fjórđu umferđinni voru heilladísirnar svo enn uppteknar viđ annađ og úrslit í skákum okkar viđ Íslandsmeistara Bolvíkinga, urđu ekki jafn góđ og leit út fyrir um tíma. Sá sem hér heldur á penna tapađi klaufalega niđur betri stöđu gegn Jóni L. Árnasyni og Gylfi Ţórhallsson, sem um tíma virtist standa til vinnings gegn Stefáni Kristjánssyni, greip rangan manní tímahraki og tapađi í einfaldri jafnteflisstöđu. Ţá mátti Sigurđur Arnarson lúta í lćgra haldi fyrir Guđmundi Gíslasyni í skák sem lengi stefndi í jafntefli. En sigrar unnust hjá Aabling á 2. borđi (gegn 2650 andstćđingi!) og Stefáni Bergssyni á ţví 5. gegn AM Jóni Viktori Gunnarssyni. Ţá mátti AM DagurArngrímsson prísa sig sćlan ađ ná jöfnu gegn Tómasi Veigari á 8. borđi.

Niđurstađan var sumsé 12 vinningar, fjórum meira en Haukarnir í 7. sćti. Viđ ţurfum ţó ađ hafa okkur alla viđ í seinni hlutanum og vera okkar í efstu deild hvergi tryggđ. Bestum árangri náđu Áskell og Stefán, međ 2,5 vinning úr fjórum skákum.

3. og 4. deild.

B-sveit okkar ţótti líkleg til ţess ađ standa í toppbaráttu, og virđast ţćr vćntingar ćtla ađ ganga eftir. Í fyrstu umferđ töpuđum viđ reyndar naumlega fyrir B-sveit KRinga, en hinar viđureignirnar unnust. Í 3. og 4. deild ráđa stig úrslitum í stađ vinninga og sveit SA er sem stendur í 4.sćti međ 6 stig. Ţegar liggur fyrir ađ viđ mćtum nágrönnum okkar í Gođanum í 5.umferđ og má ljóst vara ađ viđ ţurfum ađ pumpa allt loft úr Ţingeyingum til ađ komast upp um deild. Annars var árangur flestra okkar manna góđur eđa viđunandi, en bestir voru ţeir Sigurjón Sigurbjörnsson hinn ţindarlausi međ 3,5 vinning af 4 og Smári Ólafsson, sem vann allar ţrjár skákir sínar.

Öldungasveitin (c-sveit), er skipuđ margreyndum köppum á góđum aldri og stóđ sig vel, ţrátt fyrir ađ hafa ađeins náđ í hús tveimur stigum, enn sem komiđ er. Sveitin á góđa möguleika á ađ halda sér í deildinni enda flestir liđsmenn í framför. Í ţeirra hópi náđi Haki Jóhannesson bestum árangri, 2,5 vinninga í ţremur skákum.

Framtíđarkappar félagsins héldu svo uppi merkjunum í 4.deild og stóđu sig međ prýđi. Í flestum viđureignum áttu ţeir viđ ofurefli ađ etja og náđu eftirtektarverđum árangri. Ekkert bendir til annars en ađ ţeir muni klára mótiđ međ sóma á nćsta ári. Bestum árangri nú náđi Hersteinn Heiđarsson međ 2 vinninga í 4 skákum, en fyrstaborđsmađurinn Jón Kristinn, sem fékk 1,5 vinning má líka vera sáttur viđ sinn hlut, svo og ađrir liđsmenn sem komu oft á óvart međ ţroskađri og yfirvegađri taflmennsku. Viđ horfum ţví bjartsýn til seinni hluta mótsins sem verđur háđ snemma í mars á nćsta ári. Vonandi tekst okkur ađ ná öllum markmiđunum ţremur; ađ halda A-sveitinni í 1.deild; ađ vinna sćti í 2. deild fyrir B-sveitina og ađ halda öldungasveitnni í 3. deild.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband