Skákţingiđ: Símon í forystu

Fjórđa umferđ Skákţings Akureyrar var tefld í gćr - 24. janúar. Úrslit:

Arnar Smári-Benedikt  0-1

Smári-Sigurđur        1-0

Andri-Símon           0-1

Stefán-Rúnar          verđur tefld 28. jan.

Mest spennandi var viđureign efstu manna, Andra og Símonar. Sá síđarnefndi kom á óvart međ ţví ađ beita hollenskri vörn og náđi snemma ađ jafna tafliđ.  Í miđtaflinu tók svartur svo öll völd og vann snaggaralega. 

Smári fékk snemma heldur vćnlegra taflć gegn Sigurđi sem fékk ekki varist snarpri kóngssókn ţess fyrrnefnda.

Yngissveinar Arnar og Benedikt tefldu tvísýna skák ţar sem sá síđarnefndi gaf tvo menn fyrir hrók og tvö peđ. Arnar geystist í kóngssókn sem ţó skilađi litlu og ţegar hann á örlaga stundu gat tryggt sér jafna stöđu eftir drottningakaup, sá hann hróksvinning í hillingum sem varđ honum ađ falli. 

Símon er nú einn efstur međ 3,5 vinninga eftir fjórar skákir, en Rúnar fráfarandi meistari getur ţó náđ honum ađ vinningum međ sigri í frestađri skák. Á hćla Símonar koma svo ţeir Andri og Smári međ ţrjá vinninga. Vafalaust mun baráttan um titilinn standa milli ţessara fjögurra. 

Í fimmtu umferđ sem tefld verđur á sunnudaginn eigast ţessir viđ:

131297 Stefansson Benedikt  Bjorgvinsson Andri Freyr20038
242266FMSigurpalsson Runar  Signyjarson Arnar Smari13512
351845 Eiriksson Sigurdur  Jonsson Stefan G01
462064 Thorhallsson Simon  Olafsson Smari19407

öll úrslit, sjá chess-results


Bloggfćrslur 25. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband