Áskell einn efstur. Fyrirlestur á morgun

Í dag fór 5. umferđ Haustmótsins fram. Allar skákirnar voru spennandi og enn hafa engin jafntefli litiđ dagsins ljós.
Mesta spennan var í skák Andra og Áskels en ţeir voru jafnir og efstir fyrir umferđina međ 4 vinninga af 4 mögulegum.  Í byrjun miđtaflsins náđi Andri peđi af alţjóđlega meistaranum en Áskell hafđi nokkrar bćtur. Ţegar leiđ á miđtafliđ ţótti fréttaritara sem Andri stćđi betur en Áskell náđi gagnárás á kóngsvćng sem kostađi Andra biskup fyrir nokkur peđ. Ţá missti Andri af ţrátefli og Áskell sigldi sigrinum í hús.

Áskell er ţví einn efstur eftir fimm umferđir en fast á hćla honum kemur Símon sem einnig hefur fullt hús en á eina frestađa skák. Verđur hún tefld á mánudag.

Yfir skákunum gćddu keppendur sér á súkkulađikökum í bođi Ólafs Kristjánssonar sem er ađ flytja í burtu af svćđinu. Runnu ţćr ljúflega ofan í keppendur.

Úrslit dagsins urđu:
Andri – Áskell 0-1
Símon – Sigurđur 1-0
Elsa – Benedikt 1-0
Smári – Hilmir 1-0

Nćsta umferđ verđur tefld á fimmtudag. Ţá mćtast
Áskell – Hilmir
Benedikt – Smári
Sigurđur – Elsa
Andri – Símon.

Á morgun, sunnudag kl. 13, mun Áskell Örn Kárason segja okkur frá Evrópumóti eldri leikmanna sem haldiđ var í Drammen í ágúst. Ţar endađi Áskell í 2. sćti og hlaut ađ launum alţjóđlegan meistaratitil. Áskell mun segja frá mótinu og fara yfir valdar skákir.
Frásögnin verđur í norđursalnum.


Bloggfćrslur 6. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband