Haustmótiđ: Áskell efstur fyrir síđustu umferđ

Sjötta og nćstsíđasta umferđ haustmótsins var telfd í gćrkveldi, fimmtudag. Úrslit:

Áskell-Hilmir   1-0

Andri-Símon     1/2

Sigurđur-Elsa   1-0

Benedikt-Smári  1/2

Fyrstu jafntefli mótsins litu sumsé dagsins ljós í ţessari umferđ. Hilmir gat ekki mćtt í skák sína vegna veikinda. Skák Andra og Símonar var löng og ströng og einkenndist af miklu tímahraki undir lokin. Símon náđi snemma undirtökunum međ svörtu mönnunum og hélt ţeim fram í endatafl. Ţá jafnađist tafli, en á tveimur augnablikum fékk Andri tćkifćri til ţess ađ snúa taflinu sér í hag. Hann missti ţó af lestinni í miklu tímahraki og jafntefli varđ raunin; í lokin stóđu kóngarnir berir eftir!

Elsa jafnađi tafli auđveldlega gegn Sigurđi og stóđ vgel í miđtaflinu. Stađan var ţó viđkvćm og eftir mistök af hennar hendi náđi sá síđarnefndi ađ knýja fram sigur. Benedikt náđi sínum fyrsta punkti á mótinu gegn Smára. Hann lenti í vörn međ hvítu, en náđi međ snjöllum hćtti ađ skipta upp í hróksendatafl ţar sem hann hélt jöfnu međ nákvćmri taflmennsku. 

Fyrir síđustu umferđ er Áskell einn efstur međ sex vinninga, fullt hús. Símon kemur á hćla honum međ hálfum vinningi minna og mćtast ţeir í síđustu umferđ, sem telfd verđur á sunnudag. Ţar stýrir Símon hvítu mönnunum. Ađrir eiga ekki möguleika á sigri í mótinu, en Andri Freyr er öruggur í ţriđja sćti međ fjóra og hálfan vinning. Auk Símonar og Áskels leiđa ţessi saman hesta sína á sunnudag:

Hilmir og Benedikt

Smári og Sigurđur

Elsa og Andri

Sjá nánar á chess-results

 


Bloggfćrslur 12. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband