Gleđilegt skákár

Fámennur hópur skákmanna fagnađi nýja árinu međ ţátttöku í hinu árlega nýársmóti SA. Ađ ţessu sinni tóku ađeins sex skákmenn ţátt. Hinir skákţyrstu ţátttakendur tefldu ţrefalda umferđ og var hart barist á 64 reitum. Leikar fóru svo ađ Jón Kristinn Ţorgeirsson hafđi sigur ţegar allt var saman taliđ og hlaut 11 vinninga af 15 mögulegum. Sem fyrr virtist ţađ litlu máli skipta ţótt hann fengi stundum stöđur sem almennt mćtti telja tapađar. Međ útsjónarsemi og skákhörku tókst honum ađ snúa á andstćđingana í flestum skákum og er ţví vel ađ sigrinum kominn.
Lokastađan:
Jón Kristinn Ţorgeirsson 11 vinningar
Stefán Bergsson 10,5
Tómas Veigar Sigurđarson 10
Sigurđur Eiríksson 6
Sigurđur Arnarson 6
Karl Egill Steingrímsson 1,5


Bloggfćrslur 4. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband