Norđanmenn unnu Hverfakeppnina.

Hin hefđbundna hverfakeppni SA var tefld nćstsíđasta dag ársins eins og stundum áđur. Ţátttaka nú var í linara lagi og spurning hvort ekki ţurfi ađ huga ađ breytingu á fyrirkomulaginu. 
En sumsé: skipt var í liđ eftir búsetu og í ţetta sinn var línan dregin um Hrafnagilsstrćti - ögn sunnar en áđur. Sunnanmegismenn tefldu fram fimm köppum, en Norđlingar fjórum. Tefld var bćndaglíma - tvöföld umferđ.

Leikar fóru ţannig ađ norđriđ vann sögulegan sigur, 28 vinningar gegn 12. Reyndar ber ađ taka fram ađ ekki var sérstaklena leitađ ađ fjarskiptatćkjum eđa titrandi kúlum í innviđum keppenda áđur en mótiđ hófst. Kann ađ vera ađ ţetta hafi haft nokkur áhrif á niđurstöđuna, en úr ţví verđur ekki skoriđ nú. Hans Niemann var hinsvegar titlađur "sérlegur ađstođarmađur" sigursveitarinnar. Ekkert meira um ţađ.

Af norđarsveitarmönnum fékk Rúnar Sigurpálsson (öđru nafni "Shaking Steven") flesta vinninga, eđa 9 af 10. Bestur sunnanmanna var Mikael Jóhann Karlsson (öđru nafni "Mighty Mickey") međ 4.5 vinning af 8. 

Svona var ţessu nú misskipt.

Nćsta mót verđur svo á morgun nýjársdag og hefst kl. 14.00.


Andri og Rúnar jólasveinar SA 2022

Hiđ árlega jólahrađskákmót SA fór fram í gćr, 29. desember. Í ţetta sinn var mótiđ haldiđ í Lyst, hinu magnađa veitingahúsi í Lystigarđinum hér á Akureyri. Sautján keppendur mćttu til leiks og tefldu níu umferđir. Ađ vanda var baráttan hörđ og lauk ţannig ađ tveir stigahćstu keppendurnir urđur efstir og jafnir. Sannkallađir erkijólasveinar. Efstu menn:

Andri Freyr Björgvinsson (Skyrsleikir)   7,5
Rúnar Sigurpálsson (Gluggasníkir)        7,5
Áskell Örn Kárason                       7
Sigurđur Arnarson                        6
Allmargir fengu svo fimm vinninga,ţeir Karl Egill Steingrímsson,  Jakob Ţór Kristjánsson, Skafti Ingimarsson, Sigurđur Eiríksson, Stefán G Jónsson, Mikael Jóhann Karlsson og Smári Ólafsson. 

Tveir gamilr félagar létu sjá sig og var vel fagnađ. Auk ţess mćttu nokkrir til leiks sem ekki hafa sést á mótum félagsins áđur.  Segja má ađ skákmótahald í Lystigarđinum sé komiđ til ađ vera!

 

 


Jólamótin - hrađskákmótiđ í Lyst!

Mótadagskrá Skákfélagsins um hátíđarnar er hefđbundin og fastmótuđ. Svo verđur einnig ţessi jólin, en ţó bryddađ upp á nýjung.

Börnin fengu sitt jólamót um daginn, en nú er röđin komin ađ hinum fullorđnu. Jólahrađskákmótiđ verđur nú haldiđ í Lystigarđinum í samvinnu viđ veitingastađinn Lyst. Ţađ hefst kl. 20 fimmtudaginn 29. desember. Veitingar á sérstöku tilbođsverđi fyrir ţátttakendur. Mótsgjald er kr. 1.500 og mun renna óskipt til björgunarsveitarinnar Súlna. Viđ vonumst auđvitađ eftir góđri ţátttöku enda ţetta mót tilvaliđ fyrir iđkendur sem sjást ekki á hverjum degi í Skákheimilinu. 

Daginn eftir, ţann 30. desember for svo hin árlega Hverfakeppni fram. Ţar verđur skipt í liđ eftir búsetu og helst gert ráđ fyrir ţví ađ ţeir sem búa í bćnum norđanverđum etji kappi viđ ţá sem búa í suđurhlutanum. Ekki ólíklegt ađ mörkin verđi dregin um Ţingvallastrćti, en endanleg niđurstađa um ţađ fćst ţegar keppendahópurinn liggur fyrir. Liđsstjóri Liga Nord verđur Smári Ólafsson, en fyrir Suđurbandalagiđ Áskell Örn Kárason. Áhugasamir eru beđnir ađ hafa samband viđ annan ţeirra og láta vita. 
Hér hefst tafliđ einnig kl. 20.

Ađ endingu getum viđ svo um Nýjársmótiđ sem kann ađ henta árrisulum skákiđkendum. Ţađ hefst á nýjársdag kl. 14. 


Glćsilegt jóla(pakka)mót 11. desember

Alls voru 18 börn mćtt á jólamótiđ og tefldar voru sex umferđir međ umhugsunartímanum 5-3. Keppt var til verđlauna í ţremur aldursflokkum: Yngst, (f. 2013 og síđar) Miđ, (f. 2011-2012) Elst, (f. 2010 og fyrr). Sigţór Árni byrjađi mótiđ af miklum krafti...

Jóla(pakka)mót og uppskeruhátíđ á sunnudag.

Nú á sunnudag, 11. desember höldum viđ jólamót fyrir börnin. Veitt verđa verđlaun í ţremur aldursflokkum: Yngri flokki (f. 2013 og síđar) "Miđflokki" (f. 2011-2012) Eldri flokki (f. 2010 og fyrr) Mótiđ hefst kl. 11. Ađ mótinu loknu (ca. 12.30) höldum viđ...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband